Stuttar Fréttir - Ágúst 2000


[Eldri fréttir]


31/08/2000
Nú er hægt að gerast áskrifandi að póstlista Módelmanna
hér á vefnum.


30/08/2000
Núna er kominn upp nýr póstlisti fyrir módelmenn í
staðinn fyrir þann sem við höfðum hjá Guðjóni fyrir
Vestan. En vegna breytinga þurftum við að leita annað.

Nýja póstlistann er að finna á
http://www.egroups.com/group/Flugmodel
Allir sem voru á gamla listanum voru skráðir á þann nýja.

Póstföng:
Senda skilaboð: Flugmodel@egroups.com
Gerast áskrifandi: Flugmodel-subscribe@egroups.com
Hætta áskrift: Flugmodel-unsubscribe@egroups.com
Eigandi póstlista: Flugmodel-owner@egroups.com


20/08/2000
Íslandsmeistaramótið í F3B, hástarti á svifflugvélum,
fór fram í Gunnarsholti í gær, laugardaginn 19.ágúst.
Flugmódelmenn þakka Landgræðslunni fyrir afnot af svæðinu.
Góð þátttaka var og voru keppendur 9 talsins ásamt fjölda
aðstoðarmanna.
Flognar voru 4 umferðir og var þeirri lægst hent út (merkt rauðu).
Keppnin var hörkuspennandi og hnífjöfn og létu menn sig hafa
ýmislegt. Böðvar lenti í því að brjóta skrokkinn á vélinni sinni
en gerði við hann á staðnum og lauk keppni með glæsibrag.

Úrslit urðu sem hér segir:

Sæti

Nafn

1.umferð

2.umferð

3.umferð

4.umferð

 Samtals 

1.

Rafn Thorarensen

1936

1491

1732

1838

5506

2.

Böðvar Guðmundsson

1505

1625

1383

2013

5143

3.

Frímann Ö. Frímannsson

1626

1913

1548

1373

5087

4.

Frímann Frímannsson

1848

1317

1356

1219

4521

5.

Jón V. Pétursson

916

959

1556

1121

3636

6.

Guðjón Halldórsson

965

995

952

1587

2883

7.

Jóel Schmidt

1388

1006

489

348

2883

8.

Björgúlfur Þorsteinsson

273

173

958

957

2188

9.

Sverrir Gunnlaugsson

978

489

403

260

1870



19/08/2000
Fyrsta flug á módel knúnu þotumótor (turbine engine) átti sér
stað á flugkomu Akureyringa þann 12.ágúst sl.
Eigandi og smiður módelsins er Karl Hamilton og heitir það
Kangaroo. Jón V. Gíslason var flugmaður í fyrsta fluginu og
gekk það nokkuð vel.
Fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá er módelið metið á ca.
500 þúsund krónur.

19/08/2000
Nú er Fréttavefurinn kominn úr löngu sumarfrí.