Stuttar Fréttir - Júní 2000


[Eldri fréttir]


23/06/2000
Í nótt um klukkan 2 var lagt í Hvalfjarðargangaflugið.
Búið var að fá pallbíl með sætum fyrir Böðvar og
myndatökumann.
Böðvar var með Sportman vél sína í fluginu og var flogið
frá gangnamunanum sunnan megin.
Björgúlfur kom fast á hæla þeirra sem vottunaraðili frá FAI.

Allt leit vel út í fyrstu en svo lenti Böðvar í einhverri
ókyrrð en náði á frábæran hátt að redda sér úr málunum.
Eftir að vélin hafði flogið beint og fallegt flug í smástund
þá fór hún allt í einu stjórnlaust niður.
Þegar farið var að skoða vídeómyndir af fluginu kom í ljós að
vængurinn losnar upp að aftan og eins og allir vita þá flýgur
flugvél ekki langt vænglaus!

En eftir stendur að Heimsmet hefur verið sett.
Fyrsta flug undir sjávarmáli í heiminum hér á Íslandi.

Hugur stendur til við annað tækifæri að reyna að fljúga í
gegnum göngin ef leyfi fæst.
Það verður að teljast alveg einstakt að leyfi skyldi fást hjá
forráðamönnum Spalar og er þeim þökkuð samvinnan.

Er mönnum bent á að fylgjast með 19-20 í kvöld en von
er á myndum frá fluginu.


21/06/2000
Vegna skjálftanna miklu þann 17.júní og sl. nótt þá er hér
smá próf til að athuga hvort að þú ert tilbúin ef að þú
skyldir vera að fljúga þegar að næsti skjálfti ríður yfir!
Skjálftapróf


21/06/2000
Aðfaranótt næstkomandi föstudags mun Böðvar gera tilraun til
að setja HEIMSMET með því að fljúga í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Takið eftir það er EKKI 1.apríl á næstunni.
Fylgist með Ísland í Dag næstu kvöld(fimmtudag og föstudag).
Einnig er vert að minna á 30 ára afmælissýningu Þyts sem
gert er ráð fyrir að halda næstakomandi sunnudag þann 25.júní.


08/06/2000
Dynaflite var að koma með nýja vél á markaðinn.
Chipmunk með 225 cm vænghaf fyrir 25 cc bensínmótor
eða sambærilega glóðarmótora (ca. 1.08-1.6).
Nánari upplýsingar.


07/06/2000
Nú hefur Great Planes komið fram með stærstu vél sína til þessa.
Extra 330L í 1/3 skala með vænghaf upp á rúma 250 cm.
Mælt er með mótor á bilinu 2,8-5,25 cu in.
Nánari upplýsingar.


01/06/2000
Flugmódelfélag Suðurnesja hélt Flotflugkomu í Sandvík á Reykjanesi í morgun.
Þátttaka var góð og meðal þeirra sem sáust voru:
   Guðni, Magnús, Gummi, Jón Péturs, Skjöldur, Björgúlfur,
   Reynir og Svavar, Guðmundur, Steinþór, Steven og Sverrir mótsstjóri.
Myndir má nálgast á heimasíðu Flugmódelfélags Suðurnesja um miðjan mánuðinn.


01/06/2000
Vegna bilunar í tölvu umsjónarmanns verður lítið um uppfærslur næstu daga.
Verið er að vinna að viðgerðum.