Flugmódelfélag Akureyrar Flugmódelfélag Suðurnesja Flugmódelfélagið Þytur Módelsmiðja Vestfjarða Flugmódelklúbburinn Smástund

Íslandsmót í svifflugi F3B og F3F


Staðsetning:Gunnarsholt
Dags:26.06.2004
Tími:10:00:00
Lýsing:Laugardaginn 26. júní 2004 verður haldin hástarts keppni F3B á flugvellinum við Gunnarsholt, keppnin stendur allan daginn. Sunnudaginn 27. júní verður síðan haldin hangflugs keppni F3F, þá koma nokkrir keppnisstaðir til greina eftir því hvaðan vindur blæs, ef það verður hægviðri en hlýtt kemur gjarnan hafgola seinnihluta dags sem stendur þá gjarnan beint á Hvolsfjallið sem er við Hvolsvöll, ef það verður SA átt eins og var 2003 stendur vindurinn beint á Kamba fyrir ofan Hveragerði, ef vindáttin er úr Norðri eða Vestri verður keppnin haldin í norður eða vestur hlíðum Draugahlíðar við Litlu kaffistofuna, en ef það verða A- eða S-lægar áttir getur keppnin farið fram á Stefánshöfða sem skagar út í Kleifarvatn.

Þeir sem hafa tekið þátt í þessu móti gegnum árin hafa gjarnan farið af stað á föstudagskvöldi fyrir mótið og tjaldað á flugvellinum við Gunnarsholt og sofið þar í tvær nætur á meðan mótið stendur. Allir áhugamenn um fjarstýrðar svifflugur eru kvattir til að taka þátt í skemmtilegasta móti ársins og aðrir eru velkomnir að tjaldað með okkur eða koma til að fylgjast með þessa mótsdaga.

Þeir sem standa sig best í hangflugs keppninni F3F hér heima öðlast sjálfkrafa rétt til að verða fulltrúar Íslands í F3F heimsmeistarkeppni Viking race sem verður haldin í haust í Þýskalandi. Sjá heimasíðu mótshaldara: http://www.f3f.de/viking/

Umsjón með mótinu og frekari upplýsingar gefa:
Hannes S. Kristinsson s: 852-5667
Frímann Frímannsson s: 899-5052
Böðvar Guðmundsson s: 866-4465


Til baka í yfirlit