Þú ert ekki skráður inn.

#3 Vegna: Flugsögur, vídeó og húmor » DH.91 Albatross » 13-08-2019 17:59:36

Það er greinilegt að Reykjavík var þessum vélum ekki hagstæð!
Hérna eru félagarnir svo að prufukeyra vélina fyrir klæðningu:

Þetta er ansi flott...

#4 Flugsögur, vídeó og húmor » DH.91 Albatross » 13-08-2019 12:15:29

Árni H
Svör: 2

Hérna er flott módel af DH.91 Albatross, sem var smíðuð úr balsakrossviði eins og sú ágæta vél Mosquito. Þetta er að margra mati ein fallegasta flugvél sem smíðuð hefur verið fyrr og síðar. Aðeins 7 voru smíðaðar að meðtöldum frumgerðunum og þess má til gamans geta, að einni þeirra, G-AEVV, hlekktist á í Reykjavík þann 11. ágúst 1940 og endaði daga sína þar skv. heimildum.

Smíðaverkefni einhver? smile

#5 Spjallið » Melgerðismelar - 10.ágúst 2019 - Flugkoma FMFA » 11-08-2019 18:28:28

Árni H
Svör: 7

Ég þakka fyrir skemmtilegan dag þar sem veðurguðirnir sýndu enn einu sinni í verki að áhugi á flugmódelum virðist einnig ná til þeirra! Vegna anna náði ég ekki að taka vídeó í þetta sinn en hljóp þó einn hring með myndavélina og tók nokkrar myndir.

Enn og aftur, takk fyrir skemmtilegan dag smile

#6 Vegna: Spjallið » Flugdagur FMFA laugardaginn 10. ágúst á Melgerðismelum » 09-08-2019 23:05:51

Fræg mynd var óvart sviðsett við lagfæringu á fánastönginni... big_smile

1565391884_0.jpg 1565391884_1.jpg

#7 Vegna: Spjallið » Sandskeið - 6.júlí 2019 - Hástartmót » 12-07-2019 14:45:59

Vel gert! Ég neita því ekki að maður fær svolítinn keppnisfiðring í puttana við að skoða þetta... smile

#8 Vegna: Smáauglýsingar » Óska eftir rafmagnsflugvél fyrir byrjendur » 10-06-2019 21:19:00

Sæll!

Einhver útgáfa af Bixler eða klónum af Bixler myndi trúlega henta þér. Hérna er ógnarlangur og fróðlegur þráður um Bixler 2, sem við Norðanpiltar höfum afar góða reynslu af smile

https://www.rcgroups.com/forums/showthr … g-Bixler-2

Annars er bara að slá á þráðinn til Jóns V Péturssonar eins og bent er á hér að ofan!

Árni H

#10 Vegna: Spjallið » Prenta og fljúga » 25-05-2019 22:56:59

Björn G Leifsson skrifaði:
Árni H skrifaði:

Búinn að tékka hvort þetta komist í prentarann... wink

Að sjálfsögðu Árni! Hvernig heldur þú að maður borði fíl? Nú auðvitað einn bita í einu.
Sama prinsíp hér. hmm

Ég átti sko við að ég stökk beint í prentarana hjá okkur og tékkaði á þessu. Það mun eitthvað koma út úr þeim við tækifæri... wink

Hvernig gengur hjá þér?

Borðfótur

Knúið af FluxBB