Þú ert ekki skráður inn.

#1 Vegna: Flugsögur, vídeó og húmor » Í skúrnum... » 11-11-2019 19:15:32

Snögg þýðing fyrir þá sem vilja frekar ástkæta ylhýra ...

1.  ALDREI HENDA NEINU.  Maður veit aldrei hvenær maður þarf það.

2.  ÉG VEIT HVAR ALLT ER.  Ég veit það bara -- þetta virðist bara vera óreiða.

3.  JÁ, ÉG ÞARF SJÖ SVONA.  Maður á aldrei nógu mörg verkfæri.

4.  LÁTTU ÞETTA VERA.  Sérðu ekki að þetta er verkefni í mótun?

5.  ÞAÐ VIRKAR BETUR SVONA.  Hættu að spyrja eins og asni.

cool

#2 Vegna: Flugsögur, vídeó og húmor » Í skúrnum... » 11-11-2019 19:09:16

Þetta eru reglurnar sem Skúrkarnir á Grísará hafa að leiðarljósi.

cool

#3 Vegna: Á vinnuborðinu » Smíðað á Grísará » 22-10-2019 22:25:01

Það er nýtt raðsmíðaverkefni á stokkunum að Grísará.  Við völdum okkur flugvélar frá þrem mismunandi þjóðríkjum og pöntuðum smíðasett. 

1571783017_0.jpg
1571783017_1.jpg
1571783017_2.jpg

Það var skálað í guðaveigum fyrir upphafi nýs raðsmíðaverkefnis.
1571783017_3.jpg

Framtíðin er rósótt!

cool

#4 Flugsögur, vídeó og húmor » Finnskur áróður » 29-08-2019 11:32:32

Gaui
Svör: 0

Hér er finnsk áróðursmynd frá 1942, þar sem sýnt er hvernig ungdómurinn lærir svifflug.  Athyglisvert að það er Grunau 9 sem þeir byrja á og síðan Olympia sem dregin er á loft af Klemm.

Þess má geta að allar þessar flugvélar má sjá í Flugsafni Íslands.

cool

#5 Vegna: Spjallið » Melgerðismelar - 10.ágúst 2019 - Flugkoma FMFA » 12-08-2019 15:42:40

Þetta átti ekki að vera reykvéæ, heldur kalkvél til að leggja línurnar.  Það var aðeins of mikill vindur wink

cool

#7 Vegna: Á vinnuborðinu » Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K » 02-08-2019 08:54:38

Allar flugvélar þurfa flugmann og við ákváðum að nota flugmann frá Aces of Iron

1564735662_1.png 

Þessi kall er að vísu ekkert líkur Cesil Faber:

1564735935_0.jpg 

En Mummi fór höndum um hann og gerði hann eins líkan Cecil og mögulegt var.

1564735662_0.jpg

Það sem þurfti aðallega að gera var að skafa af honum flughjálminn, setja sixpensara í staðinn og búa til eyru.  Það er að sjá sem Mumma hafi bara tekist vel upp.

cool

#9 Vegna: Á vinnuborðinu » Fokker D.VIII » 26-07-2019 23:10:29

Þá hefur einn Fokkerinn loksins flogið.  Hér eru myndir sem Árni tók á Melunum á fimmtudag:

1564183192_0.jpg 1564183192_1.jpg 1564183192_2.jpg 1564183192_3.jpg 1564183192_4.jpg 1564183192_5.jpg

Ég tók ekki eftir því að boltarnir sem halda vængnum eru næstum dottnir úr fyrr en ég var að taka saman.  Vá, hvað ég slapp fyrir horn þarna!  Ég er búinn að líma boltana í aftur.
1564183192_6.jpg
1564183192_7.jpg 

cool

#10 Vegna: Á vinnuborðinu » Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K » 16-07-2019 20:57:21

Það er dálítið langt síðan ég setti inn myndir og upplýsingar hér og því ekki úr vegi að bæta úr því núna.  Hér eru nokkrar myndir af því sem gerðist í júní.

Ég teiknaði upp hjólastellið svo hægt væri að smíða það og fann svo til allt það efni sem þurfti til að raða því saman.
1563309031_0.jpg

Bendi var fenginn til að sjóða stellið saman, bæði vegna þess að hann á græjur sem þarf til þess og hann kann að nota þær.  Eftirlitið er samt alltaf á staðnum.
1563309031_1.jpg

Bendi notaði bæði silfursuðu og rafsuðu.
1563309031_2.jpg

Seinna meir settist Mummi með stellið og fullt af sandpappír og hreinsaði upp allt gjall sem hann fann.
1563309031_12.jpg

Á Jónsmessunni var flugdagur í safninu og þá var módelinu stillt upp með vængina og stélið á.  Ég setti mótorinn líka framaná, límdi gerfimótorinn á með límbandi og vélarhlífina á.  Tommi lánaði okkur spaða sem passar (hann var ekki kominn þegar þessi mynd var tekin) og þá fór að verða ljóst hversu ógurlega stórt þetta módel er.   Eitt sem kom skemmtilega á óvart er að, eins og það er núna, þá er módelið nefþungt!  Ég þurfti að binda það niður að aftan til það húrraði ekki á nefið fram af borðinu.
1563309031_3.jpg

Þá er komið að því að festa vængina á.  Ég límdi 6mm krossviðarstykki á rifin þar sem stífurnar eiga að koma.
1563309031_4.jpg

Festingar fyrir stífurnar verða svona stálplötur, 20mm á breidd og 1mm á þykkt.  Ég sagaði svo rauf í stífurnar sem gengur upp á plöturnar.
1563309031_5.jpg

Ég boraði tvö göt á stálplöturnar og síðan í gegnum rifin.  Svo festi ég stálplöturnar með M3 boltum og nælon róm.  Ég límdi 2mm léttkrossvið á rifin í kringum stálplöturnar.
1563309031_8.jpg

Ég notaði handfræsara (Proxxon) til að gera rifur í stálfittings sem fylgdi með í kittinu og þetta setti ég svo upp á stálplöturnar eftir að hafa beygt vírafestingarnar í rétta átt.
1563309031_9.jpg

Svo kom stífan upp á stálplötuna ...
1563309031_10.jpg

... og M3 bolti í gegn til að halda henni.  Nú vantar bara að rúnna stífurnar og setja kopar rör upp á endann, sem síðan festist við vírafittingsinn.
1563309031_11.jpg

Hérna er þá vinstri vængurinn búinn að fá allar sínar stífur og bíður bara eftir víraverkinu.
1563309031_6.jpg

Það er stundum gott að vera á flugsafni að smíða, því þá getur maður notað safngripina í kringum sig sem frálagsborð.
1563309031_7.jpg

cool

Borðfótur

Knúið af FluxBB