Þú ert ekki skráður inn.

#1 Vegna: Spjallið » Brunbjerg - 6.september 2019 - Sloping Denmark 2019 » 12-09-2019 16:03:02

Vídeó frá Jiri Hladky, nokkur kunnugleg andlit þarna. wink

#3 Spjallið » Humlum - 5.september 2019 » 11-09-2019 20:27:42

Sverrir
Svör: 0

Þurr dagur eftir úrhelli gærdagsins, og síðasti dagur fyrir mót, svo nú skyldi haldið út í brekku að taka nokkrar æfingar. Miðað við vindspá dagsins þá var brekkan í Humlum málið en hún er í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Hanstholm. Þegar við mættum á staðinn var augljóst að fleiri módelmenn væru mættir að nýta sér aðstæður og kom í ljós að þar voru á ferð félagar okkar frá Þýskalandi sem höfðu tekið stopp á leið sinni upp til Hanstholm til æfinga.

Eftir að hafa litið á aðstæður og mælt 11+ m/s þá var haldið aftur að bílnum að ná í græjurnar en þá vildi ekki betur til en svo að læsingin á skothleranum klikkaði! Nú voru góð ráð dýr en Elli setti á sig vinnugleraugun og tók bílinn allan í sundur (sagan hljómar alla vega betur svoleiðis) til að komast að læsingunni og eftir smá yfirlegu þá var bíllinn orðinn betri en nýr. Þá var okkur ekkert að vanbúnaði að halda út á brekku með módelin og taka til við flugæfingar.

Við biðum í smá stundu meðan Þjóðverjarnir kláruðu sig af en í millitíðinni kom Leszek Respect framleiðandi á svæðið svo þar urðu fagnaðarfundir. En nú fór ekki á milli mála að búið var að bæta í vindinn svo upp fóru vindmælarnir og var að mælast vel upp fyrir 20+ m/s og meira í hviðunum svo það var ekkert annað í stöðunni en að fulllesta vélarnar og henda þeim í loftið.

Skemmst er frá því að segja að það var svakaleg keyrslu og mikið fjör!

Bjartur og fagur dagur.
1568229031_0.jpg

Nokkrir módelmenn frá Þýskalandi nú þegar mættir á svæðið.
1568229031_1.jpg

Fagnaðarfundir
1568229031_2.jpg

1568229031_3.jpg

1568229031_4.jpg

Elli á fullu að redda hlutunum.
1568229031_5.jpg

Hluti af brekkunni.
1568229031_6.jpg

Margs konar mælingar í gangi.
1568229031_7.jpg

1568229031_8.jpg

1568229031_9.jpg

1568229031_10.jpg

1568229031_11.jpg

1568229031_12.jpg

Leszek, eða Jónas eins og strákarnir kölluðu hann, mættur í fjörið.
1568229031_13.jpg

1568229031_14.jpg

1568229031_15.jpg

1568229031_16.jpg

1568229031_17.jpg

1568229031_19.jpg

Þarna var komið í 20+ m/s svo jafnvel þungavigtarmenn þurftu að beita sér vel upp í vindinn!
1568230714_0.jpg

#6 Spjallið » Vigsø - 8.september 2019 » 08-09-2019 23:33:35

Sverrir
Svör: 1

Eftir mótið í dag þá drifum við okkur heim í kofa og svo út í brekku að fljúga. Guðjón notaði tækifærið og frumflaug nýrri Respect og gekk það ljómandi vel.

1567984943_3.jpg
Mynd: Guðjón Halldórsson

1567984943_4.jpg
Mynd: Guðjón Halldórsson

1567984943_5.jpg
Mynd: Guðjón Halldórsson

1567984943_6.jpg

1567984943_7.jpg

1567984943_8.jpg

1567984943_9.jpg

1567984943_10.jpg

1567984943_11.jpg

1567984942_0.jpg

1567984942_1.jpg

1567984942_2.jpg

#7 Vegna: Spjallið » Þriðja einkaflugkoma Sverris F3F 24. ágúst s.l. » 08-09-2019 22:54:35

Þetta voru nú ekki einkaflugkomur eins og flestir sem það vilja vita. Hangflug hefur legið í dvala hér heima svo við þrír sem mest höfum verið að fljúga hér heima, og keppa erlendis, ákváðum að reyna að hífa það aðeins upp með því að standa fyrir þessum mótum.

Við náðum að halda eitt mót í fyrra, sem einungis þrír keppendur mættu á, og svo er búið að halda þrjú mót á þessu ári sem níu keppendur tóku þátt í, þó misvel hafi gengið hjá þeim eins og gengur og gerist.

Að því öllu sögðu...

Hver keppandi hefur eina tilraun til að fljúga í hverri umferð. Tilraunin er hafin þegar flugmódelið fer úr höndum keppanda eða aðstoðarmanns hans. Flugið þitt mistókst þegar startið klikkaði og þú flaugst í jörðina, samkvæmt reglunum eru það núll stig, ekkert endurflug kom til greina.

Bendi áhugasömum á reglurnar, þar sem þetta kemur skýrt fram, en þær má finna á vef FAI á slóðinni https://www.fai.org/page/ciam-code en þar undir Sporting Code - Section 4: Aeromodelling má finna skjalið sem heitir Sporting Code Section 4 - F3 Soaring, bein slóð > https://www.fai.org/sites/default/files … ing_19.pdf.

Sjá liði 5.8.4 og 5.8.5

5.8.4. Definition of an Attempt: There is an attempt when the model has left the hands of the competitor or his helper.

5.8.5. Number of Attempts: The competitor has one (1) attempt on each flight. An attempt can be repeated if:

  1. the launching attempt is impeded, hindered or aborted by circumstances beyond the control of the competitor, duly witnessed by the official judges;

  2. his model collides with another model in flight or other impediment and the competitor is not to blame on that account;

  3. the flight was not judged by the fault of the judges.

  4. any part of the model fails to pass above a horizontal plane, level with the starting area, within five (5) seconds of exiting the course, due to circumstances beyond the control of the competitor, duly witnessed by the official judges.

The repeated flight (“re-flight”) shall happen as soon as possible considering the local conditions and the radio frequencies.

Endurflug í öðrum mótum, og þessu móti eftir að þú fórst, voru vegna þessa að keppnisbúnaður var ekki að virka sem skyldi og það fellur undir b. lið 5.8.5, "...or other impediment and the competitor is not to blame on that account".


Kveðja frá sólinni í Hanstholm

1567981011_11.jpg

#8 Spjallið » Kridtvejen - 8.september 2019 - Sloping Denmark 2019 » 08-09-2019 22:34:49

Sverrir
Svör: 1

Dagurinn rann upp bjartur og fagur, vöknuðum reyndar aðeins fyrr en við áttum von á við gleðilætin í nágrönnum okkar frá Noregi sem eru hérna í sumarfríi en þeir voru komnir út í brekku fyrir sólarupprás að fljúga. Eftir staðgóðan morgunmat þá var haldið af stað áleiðis út í brekku en þegar þangað var komið tók við smá torfæruakstur þar sem eitthvað hafði misfarist að opna fyrir okkur veginn sem nota átti til að komast út að brekkunni. Menn voru á misháum bílum en með smá samvinnu og hjálpsemi þá tókst að koma öllum keppendum yfir torfærunar.

Aðstæður vorur ágætar í dag, 5-10 m/s yfir daginn en ekki mikið rokkandi á milli flugmanna. Í fyrstu tveim umferðum dagsins var hraðasti tíminn í kringum 50 sekúndurnar en í þeirri þriðju var hann nær 45 sekúndum og í fjórðu og síðustu umferð dagsins var hann rétt tæpar 44 sekúndur.

Að lokum fóru leikar svo að Thorsten Folkers varð í 1. sæti, Erik Schufmann í 2. sæti og Peter Aanen í 3. sæti. Keppnin var nokkuð jöfn sem sést á því að á milli flestra sæta var það innan við tugur stiga sem skyldi þau að og þar sem munurinn var minnstur munaði .02 stigum á milli sæta sem er ekki mikið þegar 9000 stig eru í pottinum.

Ég endaði í 36. sæti, Guðjón í 37. sæti og Erlingur í 39. sæti og heilmikið komið inn í reynslubankann. Við urðum svo þriðju í liðakeppninni en þar sem hún var ekki full skipuð þá er nú ekki mikið að marka það.  wink

Allt í allt náðist að fljúga 10 umferðir sem verður bara að teljast þokkalegt miðað við hvernig þetta leit út eftir fyrsta daginn þar sem allt var á floti.

Norðmaður í góðum gír.
1567981011_0.jpg

1567981011_1.jpg

Brekkan
1567981011_2.jpg

1567981011_3.jpg

Armin í þungum þönkum.
1567981011_4.jpg

1567981011_5.jpg

1567981011_6.jpg

1567981011_7.jpg

1567981011_8.jpg

Mikkel Krogh Petersen, sonur Sören Krogh, er mikið efni og endaði í 25. sæti, það verður gaman að fylgjast með honum á næstu árum.
1567981011_9.jpg

1567981011_10.jpg

Erlingur að breyta ballest.
1567981011_12.jpg

Danir halda heimsmeistaramótið í F3B 2021, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
1567981011_13.jpg

1567981011_14.jpg

Lars stórvinur okkar að gera sig kláran í kast.
1567981011_15.jpg

1567981011_16.jpg

1567981011_17.jpg

Ferfætlingarnir frá Sviss vöktu mikla lukku.
1567981011_18.jpg

Erik, Thorsten, Peter og Regnar mótsstjóri.
1567981011_19.jpg

Strákarnir sáttir eftir gott mót!
1567981011_11.jpg

#9 Spjallið » Trans Kirke - 7.september 2019 - Sloping Denmark 2019 » 07-09-2019 22:14:41

Sverrir
Svör: 1

Dagurinn var tekinn snemma þar sem búið var að tilkynna að flogið yrði úr Trans brekkunni í dag en það tekur um 80 mínútur að keyra í hana frá Hanstholm og nágrenni þannig að ræsing var um 6 leytið. Og viti menn enn var rigning í Hanstholm þegar á fætur var komið. En við létum það ekki slá okkur út af laginu þar sem veðurspáin hljóðaði upp á að þurrt yrði í dag og hingað til hafa veðurfræðingarnir haft nokkuð rétt fyrir sér.

Við vorum komnir til Trans um hálf níu og viti menn rétt fyrir níu byrjaði aftur að rigna, það gekk þó nokkuð fljótt yfir og eftir klukkan hálf tíu sáust bara einstaka dropar á ferli og svo var þurrt eftir það. Ræst var út upp úr hálf tíu og byrjuðum við á að klára seinni tvo hópana í umferð tvö. Að því loknu voru svo fjórar umferðir flognar við mjög rokkandi skilyrði en vindur var frá 3,2 m/s og upp í 5,7 m/s.

Morgundagurinn lítur vel út, spáð vindi á bilinu 6-7 m/s, skýjað og þurrt svo það ættu að verða fínustu skilyrði á Kridtvejen.

1567894111_0.jpg

1567894112_1.jpg

1567894112_2.jpg

1567894112_3.jpg

1567894112_4.jpg

1567894112_5.jpg

1567894112_6.jpg

1567894112_7.jpg

Menn redda sér þegar seguljójó-ið er annars staðar!
1567894112_8.jpg

1567894112_9.jpg

1567894112_10.jpg

1567894112_11.jpg

1567894112_12.jpg

1567894112_13.jpg

1567894112_14.jpg

1567894112_15.jpg

#10 Spjallið » Brunbjerg - 6.september 2019 - Sloping Denmark 2019 » 06-09-2019 19:44:59

Sverrir
Svör: 1

Jæja, fyrsti keppnisdagur að baki, frekar blautur en þrátt fyrir það náðist að fljúga eina umferð en annarri umferð var skipt upp í hópa og náðist að fljúga fyrsta hópinn af þremur. Veðurspáin er þurr fyrir næstu tvo daga svo það ætti að nást að fljúga fleiri umferðir.

1567797703_0.jpg

1567797703_1.jpg

1567797703_2.jpg

1567797703_3.jpg

1567797703_4.jpg

1567797703_5.jpg

1567797703_6.jpg

1567797703_7.jpg

1567797703_8.jpg

1567797703_9.jpg

1567797703_10.jpg

1567797703_11.jpg

1567797703_12.jpg

1567797703_13.jpg

1567797703_14.jpg

1567797703_15.jpg

1567797703_16.jpg

1567797703_17.jpg

1567797703_18.jpg

1567797703_19.jpg

Borðfótur

Knúið af FluxBB