Þú ert ekki skráður inn.

#1 Spjallið » Axel Sölvason er látinn... » Í gær 11:29:30

Agust
Svör: 1

Axel Sölvason lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. október. Hann var á 88. aldursári.

Axel var virkur í módelfugi á árum áður og heiðursfélagi í Þyt.  Hann lagði drjúga hönd á plóginnn þegar Hamranesflugvöllur var lagður og flugstöðin reist.

Auk þess að vera í módelflugi var Axel með einkaflugmannspróf og auk þess radíóamatör með kallmerkið TF3AX.

Jarðarförin fer fram í Lindakirkju í Kópavogi 30. október kl. 11 árdegis.

Um leið og við minnumst Axels með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

#2 Rafmagnsmál » Brennandi LiPo » 04-09-2019 10:36:14

Agust
Svör: 6

Hvernig er öruggast að geyma LiPo ?

#3 Spjallið » Flugdagur á Sandskeiði um aldamótin, spurning um myndir o.fl. ? » 16-07-2019 21:22:31

Agust
Svör: 0

Sælir.

Það var einhvern tíman nærri síðustu aldamótum á flugdegi á Sandskeiði sem ég dró svifflugu á loft með Ultra Hots.  Var það ekki vélin hans Böðvars með 3ja metra vænghafi?

Þetta rifjaðist upp þegar ég var að strjúka gömlu dráttarvélinni vingjarnlega áðan. Ýmsar góðar minningar eru tengdar vélinni.

Hvenær var þessi flugdagur?

Á einhver mynd þar sem flugtogið sést?

Á myndunum hér fyrir neðan er ég að draga 5 metra svifflugu Steinþórs á Hamranesi fyrir löngu síðan, og ein nýrri nærmynd af Ultra Hots frá því um 2005.


1563311405_0.jpg 1563311405_2.jpg
1563311405_1.jpg

#4 Vegna: Spjallið » 100 ára afmæli flugs á Íslandi » 01-06-2019 08:30:44

Það verður þó sýnt flug fjarstýrðra dróna. Ekki er víst að almenningur geri greinarmun á drónum og því sem við köllum fjarstýrð flugmódel, þannig að við getum litið á drónaflugmennina sem fulltrúa okkar.

#5 Spjallið » 100 ára afmæli flugs á Íslandi » 27-05-2019 09:06:50

Agust
Svör: 2

Nú styttist í flugsýninguna næstkomandi laugardag 1. júní á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af 100 ára afmæli flugs á Íslandi.

Verður ekki módelflug áberandi á samkomunni ?


https://www.reykjavikairshow.is/flugsyning


https://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?pid=12107

#6 Vegna: Spjallið » Má nota 433.92MHz á Íslandi? » 19-05-2019 23:21:42

Radíóamatörar tota tíðnisviðið 430 til 440 MHz og mega nota þar allt að 500 wöttum.

Sjá reglugerð sem hægt er að nálgast hér sem pdf skjal:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.a … 5ebb303d72

Hvort einhver radíóamatör sé að senda á 433.92 MHz er annað mál, en það er möguleiki.


Sjá einnig hér:
https://www.pfs.is/fjarskipti/tidnir-og … oamatorar/

#7 Vegna: Á vinnuborðinu » Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K » 23-12-2018 21:51:21

Í hvaða mælikvarða er vélin hans Jakobs?  Hvar ætli hún sé?

1545601772_0.jpg

#8 Vegna: Spjallið » Tenerife heimsókn » 15-12-2018 16:49:10

Ætli þessir stóru blásarar sem sjást á þriðju myndinni séu til að framleiða vind fyrir hangflug?

#9 Spjallið » Módeflugmenn og radíóamatörar. » 05-11-2018 21:02:03

Agust
Svör: 0

Ýmsir módelflugmenn eru einnig radíóamatörar, enda eru módelflug og amtörradíó óneitanlega dálítið skyld hobbý. Fjöldi módelfugmanna og radíóamatöra á Íslandi er mjög svipaður.

Radíóamatörar hafa lengi gefið út fréttablað og á þessu ári hafa 3 vegleg blöð komið út. Síðasta tölublaið er tæpar 60 blaðsíður. Fundir eru vikulega og stundum oftar. Á fundum eru oft fræðsluerindi, en yfirlit yfir fundi haustsins má sjá á öftustu síðu síðasta tölublaðs.

Hugsanlega hafi einhverjir módelflugmenn ánægju af því að gramsa í gömlum og nýjum blöðum.

Flestöll, eða kannski öll, blöðin sem komið hafa út frá upphafi má finna á þessari vefsíðu:

www.ira.is/cq-tf


Nokkrir radíóamatörar sem einnig hafa verið tengdir flugi (Gleymi örugglega einhverjum. Það má gjarnan minna mig á...):

Axel Sölvason
Ágúst H. Bjarnason
Benedikt Sveinsson
Björn Geir Leifsson
Einar Pálsson
Stefán Sæmundsson
Haraldur Þórðarson
Arngrímur Jóhannsson
...


Radíóamatörar voru meðal þeirra fyrstu sem fugu fjarstýrðum flugvélum. Sjá grein í Model Airplane News.

https://www.modelairplanenews.com/the-first-days-of-rc/


Módelflugvél flogið yfir Atlantshaf - mbl.is
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2003/ … tlantshaf/

#10 Vegna: Spjallið » Flugmódelsögusafn? » 05-11-2018 20:04:02

Svona safn yrði auðvitað að vera á Suð-Vestur horni landsins.

Borðfótur

Knúið af FluxBB