Þú ert ekki skráður inn.

#1 Vegna: Spjallið » Módelvellir um víðaveröld » 19-11-2015 00:04:29

Já er búin að vera í smá samskipum við kallinn (Arno Bertz) og hann sagði mér einmitt frá þessu í kvöld og ég ætlaði að fara að bæta þessu við en auðvitað vara Sverrir komin með þetta smile

#2 Spjallið » Módelvellir um víðaveröld » 18-11-2015 15:33:59

Pitts boy
Svör: 2

Sælir félagar.
Hér er kemur smá saga (samt ekki Smásaga smile ).
Þannig er að ég vara að pósta nokkrum myndum inn á facebook síðu Flugmódelklúbbsins Smástundar sem er í sjálfusér frásögufærandi (það er gert allt of sjaldan) en er samt ekki um það heldur að þar "líkar við" myndirnar þjóðverji sem heitir Arno Bertz. Ég þekki engin deili á manninum sjálfur en gamla forvitnin rekur mig smá rannsókn inn á facebook síðuna hanns sem leiðir mig svo inn á heimasíðu sem hann heldur úti um eitt af áhugamálum sínum sem er það að leita uppi módelflugvelli með Google earth smile (Held ég skilji það rétt með minni afar slöku Þýsku kunnáttu) en allavega deilir hann á þessari síðu sinni File-um/ skrám sem maður getur sótt og þegar maður opnar skránna oppnast Google Earth (það verður að vísu að vera búin að setja það upp í tölvuna sína áður https://www.google.com/earth/) með Link-um/hlekkjum á módel flugvelli um víða veröld þar sem hægt er að "súmma" inn myndina og sjá vellina, marga mjög greinilega.
Hann er búin að finna flesta vellina meira að segja hér á landi.
Ég er búin að liggja yfir þessu og finnst þetta algjörlega magnað.
Set hér fyrir neðan Linka/hlekki á síðurnar hanns bæði Facebook og svo heimasíðuna þar sem hægt er að sækja skrárnar.
Facebook:
https://www.facebook.com/arno.bertz.7?hc_location=ufi

Heimasíðan:
http://arnobertz.de/

Og svo Linkur/hlekkur á skrána sem ég sótti en þar eru gögn um allan heiminn í einni skrá ( Hann segir 10600+ vellir um viðaveröld):
http://arnobertz.de/?attachment_id=425

Vonandi hefur eitthver gaman að því að glugga í þetta eins og ég og svo það sem ég hlakka mest til að gera eftir þennan fund minn er að heimsækja eitthvað af þessum völlum þegar ég ferðast erlendis næst smile

#3 Vegna: Inniflug » Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna? » 14-03-2014 13:37:27

Já ég get ekki annað sagt en að þar sem er Íþróttahús til staðar er þetta hægt, menn þurfa ekkert að efast um annað. Við erum búnir að prufa að fljúga í tveim húsum hér á staðnum og það var ekkert mál. Loftræstikerfin voru aðeins að stríða okkur í fyrstu tímunum en nú er bara slökkt á þeim fyrir okkur og það er allt annað smile

#4 Vegna: Inniflug » Er eitthvað að frétta af inniflugi Smástundarmanna? » 14-03-2014 09:04:21

Sælir piltar.

Jú mikið rétt við erum komnir vel af stað í innifluginu hér á Selfossi.
Við höfum fengið úthlutuðum föstum tíma á miðvikudagskvöldum í Íþróttahúsinu IÐU hér á staðnum.
Við tókum þá ákvörðun að smíða saman fyrstu vélarnar hérna og varð Hawk_inn fyrir valinu sem Maggi Suðurnesja formaður lánaði okkur snið af og hefur vinnuheitið Smá_Haukurinn fest við hann. Við erum búnir að smíða Sex vélar í sameiningu og eru þær allar mjög sambærilegar að "innihaldi". Okkur fannst það vænlegast að vera samtaka og smíða sambærilegar vélar til að koma sem flestum í gang á samatíma og það virkaði bara vel. Allar sex vélarnar eru flognar með ágætir árangri auðvitað miságætum en þetta er allt allt að koma hjá okkur, og þetta er að ganga mun betur en ég átti von á í venjulegu íþróttahúsi í handboltavallar stærð.

Ég læt fylgja með þessum pósti smá myndband sem ég setti saman af fyrsta kvöldinu sem gekk bara framar vonum... allavega voru allar vélarnar án stór skaða þegar haldið var heim á leið smile

Fleiri fréttir fljótlega wink

#5 Vegna: Spjallið » Mig vantar nokkra skammta af LSD... » 07-06-2013 04:31:32

Sæll Ágúst.
Ég er búin undanfarin 2 til 3 ár vara að panta og notaeingöngu Turnigy AA LSD 2400mAh rafhlöðurnar með mjög góðum árangri. Ég byrja alltaf á að mæla þær beint úr pakkanum og yfirleitt standa þær allar sömu volta tölu upp á .01 volt beint úr pakka og hafa reynst mér mjög vel, ætli ég eigi ekki eitthvað vel á fjórða tug svona AA sella og ekki ein klikkað ennþá hjá mér. Og svo rúsínan í pylsuendanum þær hafa verið að koma heim á ca 250-270kr pr. stykki.(Tek þær alltaf með orðið til að fylla upp í þyngdina í sendingunum) Ég nota þær í allt sem ég þarf í flugið (búin að lóða marga svona pakka saman) og líka stór myndavélaflöss og ýmiss önnur orkufrek rafhlöðu tæki.
Mæli hiklaust með þeim
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor … _use_.html

#6 Vegna: Spjallið » Aðalfundur Smástund þriðjudagskvöldið 23 apríl kl 20.00 » 12-04-2013 22:00:38

Það var lagið smile
Flugmódelmenn fjölmenna vonandi, allir að leggjast á eitt við að rífa þennan stórskemtilega félagskap upp wink

#7 Vegna: Flugsögur, vídeó og húmor » JETI fjarstýringarkassi í vinnslu » 30-11-2012 01:02:55

Jááá Sææælll.... Horfði fyrsta á efra CNC video-ið og svo á það neðar (sem Björn Geir setti inn)...... Nema það var CNC vélin með kjöt á puttunum!!!! smile
Ég hef bara held ég aldrei horft á "flugmódel video" og verið jafn spenntur!! en ekki séð neitt flug módel hehe....

#8 Vegna: Spjallið » Endalaus vandræði » 25-09-2012 20:05:04

Klárlega kostur við Picasa að maður velur allar myndir sem maður ætlar að setja á netið í einu, hvort sem maður ætlar að hafa þær eina, fimm eða fimmtíu og smellir á export smile veit ekki með hin forritinn. Picasa er snilld þegar maður er byrjar að nora það. Mæli með því  wink

Góð lýsing hjá Árna en Þú rörið (Youtube) hefur líka svör við öllu big_smile

#9 Vegna: Rafmagnsmál » Hitec Aurora 9 fjarstýringin... » 18-09-2012 00:01:18

Það vefst nú ekki fyrir Ágústi og öðrum Áróru mönnum að spæna plastið utan af honum þessum, maður gerir það bara með berum höndum (á nokkra svona sem heita að vísu Frsky) og þegar plast húsið er komið utan af þá er hann ca. 4,5grömm. smile

#10 Vegna: Inniflug » Byrjandi á ferð » 23-08-2012 13:13:24

Sælir piltar.

þetta er einmitt það sem mig vantar þeas. svona "innihaldslýsing" í inniflugsvél. smile

Ég er búin að ver að fljúga 6mm depron vél í garðinum í sumar(meðan hún entist) og pantaði mér svo nokkrar plötur af EPP plasti og færði búnaðinn yfir og hélt áfram að fljúga í garðinum, og það er hreinlega algjört æði finnst mér fyrir tíma lausann mann eins og mig þessa dagana.

Nú er ég að hugsa um að gera eins og Guðjón gíra mig niður um ca3mm og smíða mér inni vél (á allt plastið til) og Listinn "innihaldslýsing" hér að ofan er snilld þegar maður hefur aldrei barið svona vél augum nema á mynd.

(verða að láta langþráðann draum rætast og kíkja á ykkur í höllina í vetur og sjá hvernig snillingarnir bera sig að smile )

En mig langar að vita teikningin sem ég á er af 88cm Extru. get ég notað hana (meina stærðar lega eða eruð þið með minna vænghaf fyrir td. þennan mótor og þessi servo ?)

Stangirnar úr servo-unum og í stýrifletina eru það ekki bara carbon stangir úr tómó með vír í endana? og þá hvað sverar ?
og eruð þið að nota það sama í stífingarnar á vélunum ?

Borðfótur

Knúið af FluxBB