Þú ert ekki skráður inn.

#1 20-11-2017 16:42:55

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Tímarit Fréttavefsins 2017

Jæja, árið farið að styttast í annan endann og einungis 4 helgar fram að Jólum, það þýðir bara eitt, Flugmódelárið 2017 fer að fara í prentun hvað úr hverju! Að venju verður blaðið 24 síður stútfullar af myndum og frásögnum frá því helsta sem gerðist á árinu, 28 síður ef við teljum kápusíðurnar með.

Sem fyrr er verðið aðeins einn Kjarval eða 2.000 kr.

2017.jpg

Á meðal efnis:

  • Ritstjóraraus

  • Patró International

  • Svifflugsmót

  • Flugkoma FMFA

  • Stór-, smá- og stríðsfuglaflugkomur

Þeir sem áhuga hafa á að næla sér í eintak eru vinsamlegast beðnir um að senda mér línu, sverrirg hjá gmail.com, eða hringja í mig, 863 3479, eftir kl. 17.

Þangað til geta menn stytt sér stundir við lestur 2015 og 2016 eintakanna!  smile

2015.jpg 2016.jpg

Síðast breytt af Sverrir (04-12-2017 16:53:23)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 23-11-2017 21:03:49

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Tímaritið fer í prentun á mánudagsmorgun, ég tek nokkur auka eintök en látið mig endilega vita ekki síðar en á sunnudagskvöld ef þið ætlið að fá prentað eintak.  smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#3 04-12-2017 15:02:47

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Tímaritið er komið úr prentun og hluti eintakanna lagði af stað norður upp úr hádegi með Tommasi. Suðurnesja eintökin verða afhent í Hreiðrinu milli 20-21 á morgun og þeir sem mæta á aðventufund Þyts á miðvikudaginn fá sín eintök þar. Ég kem svo hinum út í vikunni eftir því sem tími gefst til.

Ef menn eru mjög óþreyjufullir, eða í nágrenni 110 Rvk á dagvinnutíma, geta þeir prófað að slá á þráðinn.  wink

Nokkur óseld eintök eru til svo hikið ekki við að hafa samband.

Þeir sem eiga eftir að greiða geta millifært á mig eða komið með seðla þegar þeir nálgast blaðið.

2.000 kr
542-26-4749
220979-4749

2017.jpg

Síðast breytt af Sverrir (07-12-2017 22:54:01)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#4 04-12-2017 20:37:03

Flugvelapabbi
Nettur áhugamaður
Skráð: 02-12-2008
Póstar: 558

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Glæsilegt hja þer Sverrir
kv
einar pall

Offline

#5 04-12-2017 21:34:48

arni
Stuðbolti
Skráð: 03-10-2012
Póstar: 215

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Flott blað hjá þér Sverrir. Glæsilegar myndir. Allir flugáhugamenn ættu að tryggja sér eintak.
Kveðja Árni F.

Offline

#6 05-12-2017 11:28:37

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,392
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

En þessi flugvél flaug ekki hér árið 2017, eða hvað?

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#7 05-12-2017 11:53:15

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Kemur allt í ljós þegar þú lest blaðið!  smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#8 24-12-2017 01:12:52

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Rafræna útgáfan er komin á netið, gleðileg jól!


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#9 26-12-2017 18:41:03

svenni
Meðlimur
Skráð: 05-08-2010
Póstar: 27

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Rosalega flott framtak undanfarin ár. Ynnilegustu hamingjuóskir. Hvaða myndavél notaðir þú? Hversu margir pixlar? Hvaða linsur? Jólakveðjur til allra. Sveinbjörn.

Offline

#10 26-12-2017 20:56:25

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Tímarit Fréttavefsins 2017

Canon 70D, oftast 70-200 f4 linsu. Man nú ekki nákvæmlega pixlana, ~20 milljón, en flest allt yfir 5 milljón sleppur á A4 og jafnvel A3.

Forsíðumyndin er þó tekin á Canon 350D.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB