Þú ert ekki skráður inn.

#1 27-05-2018 21:57:48

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,651
Vefsíða

Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Það var flogið í dag! Við náðum að halda mót og Erlingur varð í 1. og 3. sæti en ég og Guðjón deildum 2. sæti. Hér sést mynd frá verðlaunaathöfninni.
1527455651_9.jpg

En að öllu gamni slepptu þá fékk Erlingur afhenta verðlaunapeningana fyrir mót síðasta árs sem útdeilt var á aðalfundi Þyts í mars sl. en þangað hafði hann ekki átt heimangengt svo Guðjón tók að sér að koma þeim til hans.

En við vorum komnir í Kambana rétt fyrir kl. 14 í dag og þá var útsýnið svona, svo það var ekkert annað að gera en að hoppa upp í einn bíl og leysa alheimsvandamálin og lífsgátunni allt í einu.

1527455660_3.jpg 

Rétt fyrir 15 hafði þetta lítið skánað en þó var farið að draga úr rigningunni og hætti hún skömmu síðar!
1527455651_0.jpg

Um hálf fjögur renndi Maggi svo í hlað eftir mikin þvæling upp og niður Kambana, innan sem utan vegar, og fær hann þolinmæðisverðlaun ársins fyrir það.

1527455651_1.jpg 

Leynivopnið, var á sínum stað, sjáið þið það?
1527455651_3.jpg

Það er sko með svona STÓÓÓÓRAN spaða!
1527455651_4.jpg

Maggi kom færandi hendi með veitingar handa mannskapnum, á þessum tímapunkti var hann ekki alveg viss hvort við værum snarruglaðir eða bjartsýnustu menn landsins...
1527455651_5.jpg

Gætum hafa fundið stangirnar þínar Stebbi!
1527455651_6.jpg

Rétt fyrir hálf fimm fór aðeins að rofa til.
1527455651_8.jpg

Maggi skellti þá Bixler í loftið og reyndi að feykja í burtu síðustu leifunum af skýjunum sem voru að hangsa í kringum okkur.
1527455651_2.jpg

Korter í fimm var svo ljóst að flugveðrið væri alveg að detta inn og við höfðum veðjað á réttan hest eftir mikla yfirlegu yfir veðurkortum síðustu daga, svo þá var ekkert að gera annað en að henda hliðunum upp.
1527455651_10.jpg

Maggi er vanur að koma böndum á menn, hlið voru ekkert vandamál!
1527455651_11.jpg

Betur sjá augu en auga.
1527455651_12.jpg

Svo þarf víst tvö hlið!
1527455651_13.jpg

Ekki mátti gleyma bjöllukerfinu.
1527455651_15.jpg

Maggi að taka út keppnisbrautina.
1527455651_14.jpg

Guðjón nýlentur og Erlingur að gera sig kláran í loftið.
1527455660_1.jpg

En já, þar sem við vorum bara 4 á svæðinu þá náðist nú ekki að taka mikið af sjálfu fluginu annað en það sem hausinn á Magga festi á kubb. Engu að síður náðum við að manna hliðin og tímatökuna þannig að við hófum leika rétt rúmlega fimm. Rétt fyrir sex fór svo að þykkna upp og rigningin mætti aftur á svæðið svo þá var sjálfhætt en við höfðum náð að fljúga þrjár umferðir og vorum nokkuð sáttir með það.

Þá náðist líka markmiðið sem lagt var af stað með á aðalfundi Þyts að hefja æfingar í mars/apríl og halda svo keppni í maí þannig að við gætum ekki verið sáttari. Því miður lítur ekki út fyrir að mikið verði um hang næstu vikurnar eins og staðan er í dag þannig að við krossum bara putta og vonum að við komumst aftur upp í brekku fljótlega að æfa okkur fyrir komandi baráttu.

Svona skiptust stigin á milli þátttakenda:

1. Sverrir 1000 1000 1000  3000
2. Guðjón  980   962  970  2912
3. Erlingur 835   770  652  2257

1527455660_2.jpg

Þökkum Magga kærlega fyrir alla hjálpina í dag, við hefðum ekki getað þetta án hans! smile

Maggi æfði sig í hangi eftir skoðunarferð um svæðið.
1527455651_7.jpg

Það vantaði svo ekki vindinn í dag, eftir hádegi fóru hviðurnar yfir 25 m/s og meðalvindur yfir 20 m/s. Það var þó orðið aðeins rólegra þegar við komumst loksins í loftið.
1527460389_0.png

Síðast breytt af Sverrir (27-05-2018 22:34:18)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 27-05-2018 22:10:28

arni
Stuðbolti
Skráð: 03-10-2012
Póstar: 234

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Flott hjá ykkur.
  Kveðja Árni.F.

Offline

#3 27-05-2018 22:15:18

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 646

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Já, það er littlu við þatta að bæta, nema kanski þegar Maggi sagði:  "Þið eruð ruglaðir", en þá sagði ég að hannn vært trúlega enþá ruglaðri, að nenna að bíða með okkur í rigningu og þoku eftir einhverju "gati" sem mátti finna í spánni með góðum vilja.  Held að "gatið" hafi verið aðeins styttran en "lofað" var.
1527459281_0.jpg 1527459281_1.jpg 1527459281_2.jpg 1527459281_3.jpg 1527459281_4.jpg 1527459281_5.jpg 1527459281_6.jpg 1527459281_7.jpg 1527459281_8.jpg 1527459281_9.jpg 1527459281_10.jpg 
Guðjón

Offline

#4 27-05-2018 22:20:51

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,651
Vefsíða

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#5 27-05-2018 23:26:47

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,707

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Sverrir talaði við mig og plataði mig í Kambana sunnudaginn 27.05.2018.  Ég setti saman Phoenix 1600 sem ég átti og gerði Stargazer 2 klára og einnig Bixler 2 til vara og leynivopn sem var það ásamt mér sjálfum.

Hann sagði að það ætti að vera hangmót Já ég sagði: eruð þið ruglaðir!. 

Veðrið það er klikkað. Lagði af stað úr Keflavík um eitt leytið.  Þá var skýfall þar og ekki tók betra við í kömbunum ég sá varla sjálfan mig í bílnum.  Ég var ekki viss um hvar þessi hangstaður væri. 

Sverrir lóðsaði mig í gegnum síma.  Ég fann ekki afleggjarann og fór í Hveragerði og fékk mér pulsu og keypti Prinspóló handa þeim sem ætluðu að taka þátt í mótinu.

Hringdi aftur í Sverri og fékk nánari leiðbeiningar en fór þá útaf í miðjum Kömbunum og hélt að það væri slóðinn. En þá var ég komin út í kant  sem var ca tveimur metrum fyrir neðan veg og bílar farnir að hæga á sér og héldu að ég væri farinn útaf.  Skyggni var næstum því ekkert.  Ég bað Sverri að koma á móti mér sem hann gerði. Ég sá aldrei Sverri og fór þá aftur til Hveragerðis og gerði aðra tilraun.  Á leiðinni til baka sá ég Sverrir og Có. Þá var ég hinum megin við akbrautina og skyggni ekkert og átti eftir að krossa Hellisheiðarveginn. 

En þetta gekk allt vel og ég tók svo flug á Bixler í skyggni engu! en það gekk bara ágætlega.  Ég ætlaði síðan að taka fleiri flug á Bixlerinn en hann fór í jörðina í flugtaki. Ég fann það út þegar ég kom heim að hann var svo mikið niðurtrimmaður vegna rafhlöðu sem er einungis 1300mah og miklu léttari en 2200 mah ríkisrafhlaðan.  Var bara búinn að gleyma því. 

Jæja en mót var haldið og fékk ég hálfgert "flashback "frá HM í Danmörku 2016.  Gaman að sjá svona flogið aftur.  Sverrir,  Guðjón H,  og Erlingur flugu þessar þrjár umferðir bara mjög vel og gaman að sjá þetta.

Þetta var ótrúleg þrautseigja hjá þeim að bíða af sér rigninguna og þokuna. Þetta er "Top Shop" eins og Gunni Mx myndi segja.

Takk fyrir daginn drengir!

1527463576_0.jpg 1527463576_1.jpg 1527463576_2.jpg 1527463576_3.jpg 
1527463599_0.jpg 1527463599_1.jpg 1527463599_2.jpg 1527463599_3.jpg 1527463599_4.jpg 1527463599_5.jpg 1527463599_6.jpg 1527463599_7.jpg 1527463599_8.jpg 1527463599_9.jpg 1527463599_10.jpg 1527463599_11.jpg 1527463599_12.jpg 1527463599_14.jpg 1527463599_15.jpg 1527463599_16.jpg 1527463599_17.jpg 1527463599_18.jpg 1527463599_19.jpg

Síðast breytt af maggikri (27-05-2018 23:30:24)

Offline

#6 28-05-2018 22:02:45

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,559
Vefsíða

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Þið eruð magnaðir!

Offline

#7 01-07-2018 11:49:52

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,651
Vefsíða

Vegna: Kambar - 27.maí 2018 - Hangmót

Smá hreyfimyndir af fluginu.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB