Þú ert ekki skráður inn.

#1 31-12-2018 00:14:04

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,494
Vefsíða

Áramótaraus 2018

Þá er enn eitt módelárið að baki og þó sumarið hafi ekki verið upp á það besta er ótrúlegt að horfa til baka og sjá hversu mikið náðist að gera loksins þegar veður gaf.

Eins og fyrr þá voru Innherjar önnum kafnir alla sunnudaga í innifluginu og sást það á flugi margra eftir veturinn hvað menn koma klárir í slaginn út á völl með hækkandi sól. Sumir voru auðvitað út á velli hvað sem sólargangi og snjó leið og ekkert nema gott eitt um það að segja!

Aðalfundir flugmódelfélagana voru haldnir á tímabilinu janúar til mars og bar ekki til mikilla tíðinda umfram hefðbundin aðalfundarstörf. Samkomur voru á sínum stað og í ágústmánuði var veðurblíðan með eindæmum hvar svo sem fæti var niður drepið, nú eða flugmódeli flogið.

Í fyrsta sinn í langan tíma náðist að halda hangmót en bara rétt svo í lok maí. Flugmódelfélag Suðurnesja hélt sína árlegu flotflugkomu í byrjun júní og mættu sex vélar klárar í vatnið. Langt síðan álíka floti hefur verið samankominn á Seltjörn og veit það vonandi á gott fyrir næstu ár!

Kríumótið var á sínum stað þó því hafi seinkað fram í júníbyrjun og verið haldið á Hamranesi en sjö flugmenn stóðu klárir og tóku þátt. Úrslit urðu sem hér segir, 1.sæti Guðjón Halldórsson, 2.sæti Sverrir Gunnlaugsson og 3.sæti Jón V. Pétursson. Ekki náðist að halda Smáskalaflugkomuna í ár sökum veðurs en hún kemur eflaust sterk inn aftur á næsta ári. Ekkert varð heldur úr Íslandsmeistaramóti í F3B sökum veðurs.

Stríðsfuglaflugkoma Einars Páls var svo á sínum og þar var nóg fjör í bongóblíðu. Strax eftir Verslunarmannahelgina var svo komið að Piper Cub flugkomunni og voru nokkrir Piper-ar á staðnum þó veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta. Flugkoma þeirra Norðanmanna var svo á sínum stað og ekki var veðurblíðan minni þar og flogið fram eftir í blíðunni á sunnudeginum.

Helgina eftir hana var svo komið að Stórskalaflugkomu Einars Páls og þar fjölmenntu menn svo um munaði. Í byrjun september hélt Flugmódelfélag Suðurnesja sýningu í Reykjaneshöll í tilefni af Ljósanótt og var stöðugur straumur gesta á meðan á sýningu stóð.

Innherjar hófu sig svo aftur til flugs í byrjun október og munu vera að út apríl 2019. Í byrjun október var einnig sent út fullmannað lið til að keppa á Heimsmeistaramótinu í hangflugi, F3F, sem haldið í var í Rügen á Kap Arkona í Þýskalandi.

2015 urðu þau tímamót í sögu Fréttavefsins að gefið var út á prenti tímarit Fréttavefsins, Flugmódelárið, með því helsta sem gerðist á árinu. Þökk sé góðum viðtökum hefur orðið framhald á og leit fjórða tímarit Fréttavefsins dagsins ljós í lok nóvember. Tímaritið er einnig aðgengilegt á rafrænu formi svo mögulegt er að skoða það á spjaldtölvum og öðrum nútíma tækjum og dreifa því sem víðast!

Árið gekk að mestu stórslysalaust fyrir sig en eitthvað tjón varð á vélum seinni hluta sumars.

Fréttavefurinn óskar ykkur velfarnaðar á komandi ári og þakkar samveruna á árinu sem er að líða.


Til að stytta mönnum stundir fram eftir degi þá er sjálfsagt að renna yfir þær fjölmörgu ljósmyndir og vídeó sem má finna af íslensku módelflugi á netinu.

Myndasöfn
Fréttavefurinn
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Akureyrar

Vídeó
Fréttavefurinn
Flugmódelfélag Suðurnesja
Sverrir á YouTube - Sjá tengla hægra megin yfir í aðra flugmódelmenn á YT.

Minni einnig á Gullmolana en nokkrir áhugamenn um flugmódelsöguna hafa verið að koma gömlum minningum á stafrænt form og á netið svo allir geti notið þeirra á komandi árum.

Svo er ekki úr vegi að líta yfir 2017 annálinn en 2018 útgáfan fer í vinnslu strax í byrjun næsta árs og verður frumsýnd á aðalfundi Flugmódelfélags Suðurnesja 2019.

Að auki varð til annáll yfir það helsta sem gerðist í hangfluginu á árinu sem er að líða.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 31-12-2018 08:08:45

stebbisam
Meðlimur
Skráð: 24-02-2018
Póstar: 56

Vegna: Áramótaraus 2018

Þakkir til allra módelmanna sem gerðu þetta ár frábært - og óskir um gæfuríkt komandi ár.
Ekki má gleymast að þakka Sverri fyrir að halda úti Fréttavefnum með miklum myndarbrag.

Áramótakveðjur,

Stefán


Barasta

Offline

#3 31-12-2018 22:19:09

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 632

Vegna: Áramótaraus 2018

Takk fyrir gott ár!!!

Guðjón

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB