Þú ert ekki skráður inn.

#1 13-04-2019 22:15:34

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Kridtvejen - 13.apríl 2019 - Páskamót, fyrri dagur

Keppt var í Kridtvejen brekkunni og byrjaði dagurinn í 8 m/s en færðist svo upp í 12 m/s með hviðum upp fyrir 14 m/s. Á dagskránni var að fljúga alla vega 5 umferðir og náðist það rétt eftir klukkan 14 en þá var ákveðið að bæta 3 umferðum við þannig að alls voru flognar 8 umferðir frá kl. 10:20 - 17:50.


35 keppendur voru mættir til leiks og gekk dagurinn að mestu leyti áfallalaust fyrir sig, einn keppandi braut þó nefið af sinni vél í fyrstu umferðinni.
 Mér og Erlingi gekk bara heilt yfir nokkuð vel í dag, Erlingur náði reyndar ekki að fljúga tvær síðustu umferðir dagsins vegna bilunar en viðgerðir voru kláraðar eftir heimkomu svo það eru allir klárir í slaginn á morgun.

img_9182.jpg
img_9185.jpg
img_9194.jpg
img_9195.jpg
img_9198.jpg
img_9205.jpg
img_9207.jpg
img_1768.jpg
img_1767.jpg
img_1769.jpg
img_1771.jpg
img_9186-1.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 13-04-2019 23:22:04

lulli
Fjallatröll
Frá: Þytur - FMS
Skráð: 01-12-2006
Póstar: 1,193

Vegna: Kridtvejen - 13.apríl 2019 - Páskamót, fyrri dagur

Þið eruð flottir fulltrúar fróns og ísa


Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB