Þú ert ekki skráður inn.

#1 16-07-2019 21:22:31

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Flugdagur á Sandskeiði um aldamótin, spurning um myndir o.fl. ?

Sælir.

Það var einhvern tíman nærri síðustu aldamótum á flugdegi á Sandskeiði sem ég dró svifflugu á loft með Ultra Hots.  Var það ekki vélin hans Böðvars með 3ja metra vænghafi?

Þetta rifjaðist upp þegar ég var að strjúka gömlu dráttarvélinni vingjarnlega áðan. Ýmsar góðar minningar eru tengdar vélinni.

Hvenær var þessi flugdagur?

Á einhver mynd þar sem flugtogið sést?

Á myndunum hér fyrir neðan er ég að draga 5 metra svifflugu Steinþórs á Hamranesi fyrir löngu síðan, og ein nýrri nærmynd af Ultra Hots frá því um 2005.


1563311405_0.jpg 1563311405_2.jpg
1563311405_1.jpg


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB