Þú ert ekki skráður inn.

#1 14-08-2019 22:13:01

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,630
Vefsíða

Hamranes - 14.ágúst 2019 - Hraðflugskeppni IV

Fjórir keppendur mættu til leiks á fjórða hraðflugsmóti sumarsins sem haldið var á Hamranesi miðvikudagskvöldið 14. ágúst. Mótið gekk hratt fyrir sig og engir spaðar fengu á baukinn að þessu sinni en Lúlli gerði nefaðgerð á sinni vél í lendingu eftir fyrstu umferðina!

Jón vann þetta með fullu húsi stiga eftir að fjórar umferðir höfðu verið flognar og þeirri lökustu hent.

1. sæti - 3.000 stig - Jón V. Pétursson
2. sæti - 2.313 stig - Bjarni V. Einarsson
3. sæti - 2.078 stig - Magnús Kristinsson
4. sæti -    882 stig - Lúðvík Sigurðsson

Óskum þeim til hamingju með góðan árangur.

Eins og kom fram hér að ofan var Lúlli svo óheppinn að nefbrjóta vélina sína í lendingu eftir fyrstu umferð og fékk hann því einungis stig fyrir fyrstu umferðina.

Þakka keppendum fyrir skemmtilega baráttu og sérstakir þakkir fá bjöllumennirnir Árni Finnboga og Guðjón Halldórsson.

1565820596_1.jpg

1565820596_0.jpg

1565820596_2.jpg

1565820596_3.jpg

1565820596_4.jpg

1565820596_5.png

Síðast breytt af Sverrir (15-08-2019 08:22:01)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB