Þú ert ekki skráður inn.

#11 02-01-2006 00:26:20

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Nýliði

Reflex XTR og AFPD eru yfirleitt á sama verði. Þegar flutningur og gjöld bætast við held ég að verðið á Reflex frá USA eða UK verði orðið nokkuð sambærilegt og hjá Þresti (modex.is)
Hægt að panta alla hermana með "stýringu" en það er alltaf best að nota sína eigin.


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#12 02-01-2006 00:26:31

Róbert M
Gestur

Vegna: Nýliði

Þakka svörin smile

Ég hugsa að ég fjárfesti bara í reflex herminum hjá flugmodel.com þar sem ég er ekki klár á því hvað AFPD hermirinn muni kosta mig hingað kominn með að panta hann sjálfur að utan, þannig að maður skreppur þá bara í tómstundarhúsið á morgun og kaupir fjarstýringu til að getað byrjað strax þegar hermirinn kemur wink

Síðast breytt af Róbert M (02-01-2006 00:27:08)

#13 02-01-2006 01:00:23

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Nýliði

Hvernig fjarstýringu á að kaupa? Hvað eru margar rásir?

Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að margir sem versla sér 4 rása fjarstýringar reka sig fljótlega á það að hún dugar þeim ekki mikið meir en fyrsta módelið.
Hins vegar geturðu samt alveg komist af með hana, ég er ekki að segja það, en það má vel vera að þú getir sparað þér smá aur með því að eyða nokkrum
þúsundköllum meira strax í upphafi í fjarstýringu með fleiri rásir, það gæti líka auðveldað þér endursöluna ef svo óheppilega skyldi fara að þú ákveðir að hætta sad


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#14 02-01-2006 09:46:13

HjorturG
- now in þrííídííí
Skráð: 15-04-2005
Póstar: 293

Vegna: Nýliði

AFPD er bestur big_smile Róbert, kíktu á modex.is , miklu betri fjarstýringar þar (held ég alveg örugglega)

Síðast breytt af HjorturG (02-01-2006 09:47:50)

Offline

#15 02-01-2006 10:51:15

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Nýliði

Róbert M skrifaði:

Þakka svörin smile
... hvað AFPD hermirinn muni kosta mig hingað kominn með að panta hann sjálfur að utan...

Það er yfirleitt ekki fjarri lagi þegar svona dót er annars vegar að reikna með að margfalda kaupverðið með 90 - 100 til að gera ráð fyrir flutningsgjaldi líka.

Sammála Sverri varðandi fjarstýringar-stærðina. 4 rása fjarstýring dugir svo sem vel til að byrja með enn ef maður kemst vel í gang þá er hún fljót að verða of lítil.

Ég keypti mér 7 rása stýringu fyrst og eftir ár sá ég eftir því að hafa ekki skellt mer strax á eina 9 - 10 rása með meiri möguleikum og fullkomnari rásablöndunarmöguleikuim meðal annars.
Orkunni sem ég þurfti að eyða í að sannfæra konuna um að ég þyrfti að kaupa mér aðra stærri hefði betur verið varið strax í upphafi big_smile

Við megum þó ekki vera að pressa þig allt of mikið Róbert. Þú verður auðvitað að vega og meta þetta en okkur er mikið í mun að þeir sem hafa áhuga komist vel í gang og reki sig á sem minnst vandamál í upphafi.


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#16 02-01-2006 13:24:09

Róbert M
Gestur

Vegna: Nýliði

Planið var að kaupa sex rása fjarstýringu þar sem hinar eru komnar á svo himinhátt verð, og ég vil helst alltaf stgr. það sem ég kaupi wink

#17 02-01-2006 21:26:59

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Nýliði

Sex rása er fínt. Ekki hafa áhyggjur af því. Það er bara ef þú sekkur eins djúpt og sumir wink sem þörfin fyrir meira blingeling fer að verða vitinu yfirsterkara big_smile
Skynsemin er góður vinur í þessu sporti,,,

Ég leit á netin hjá  Tómó og hjá þresti (módex). Ef marka má það sem er á vefnum þá er Tómó ekki með mikið sem mér líst á. Það er heldur ekki svo mikil flug-kunnátta hjá þeim. Vita því meira um bíla.

Það eru tvær mismunandi sex rása fjarstýringar á vefnum hjá Þresti. Önnur frá Futaba og hin frá JR. Nokkur verðmunur en það gæti legið á bak við það munur á möguleikum sem gætu verið þess virði. Ég mundi tala við Þröst sjálfan um það. Eða Sverri. Það eru hlutir eins og möguleikar á blöndun, aðlögun og samtengingu rása sem skiptir máli þegar lengra kemur.
Futaba eða JR... skiptir ekki höfuðmáli. Bæði merkin eru mjög sambærileg hvað gæði og kosti varðar en menn vilja gjarnan festast við það merki sem þeir byrja með.


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#18 02-01-2006 22:04:54

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Nýliði

Munurinn á 6 rása JR og Futaba stýringunum sem eru til hjá ModelExpress(ME) liggur aðallega í því að JR stýringin er líka með þyrluprógrammi og örlítið fleiri minni til að geyma uppsetningar á módelum, 10 á móti 6 ef ég man rétt. Futaba stýringin er mjög fín og er sú stýring sem seld er með byrjendapökkunum hjá ME.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#19 02-01-2006 22:26:19

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Nýliði

Þarna sérðu smile


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#20 03-01-2006 18:56:37

Róbert M
Gestur

Vegna: Nýliði

Takk fyrir þessi svör, Það væri eflaust ekkert vitlaust að taka JR fjarstýringuna uppá að ef manni dytti í hug að prufa þyrlur líka seinna meir tongue

En já, tómóbræður virðast ekki vita mjög mikið um flugmódelin þannig að það er kannski bara best að versla bara hjá ModelExpress, þó mér finnist ókostur að maður geti ekki skroppið í búðina hjá þeim til að sjá vörurnar betur þar sem þeir eru á Akureyri, en það skiftir kannski ekki öllu máli wink

Borðfótur

Knúið af FluxBB