Þú ert ekki skráður inn.

#1 18-01-2006 12:29:49

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Breytingar á tollalögum

Þær breytingar urðu á tollalögum um áramótin að verðmætamörk gjafa hækkuðu úr 7.000 í 10.000.
Gott að vita ef afmælið ykkar er á næstunni eða aðrar athafnir sem gefa tilefni til gjafa. wink
Brúðkaupsgjafir geta þó verið verðmætari enda séu þar um að ræða „eðlilega og hæfilega gjöf að ræða“.

Athugið líka að ef gjöf er verðmætari þá ber einungis að greiða opinber gjöld af verðmæti hennar umfram 10.000.

Einnig er búið að rýmka heimildir er varða sendingu vara úr landi til viðgerða.

Sjá annars > http://www.althingi.is/lagas/131b/2005088.html


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 18-01-2006 16:43:01

Þórir T
Meðlimur
Skráð: 17-08-2004
Póstar: 1,286

Vegna: Breytingar á tollalögum

Flott að vita þetta, maður á nefnilega alveg ótrúlega oft afmæli, svo er maður alltaf að gifta sig!!!

mbk
Tóti

Offline

#3 18-01-2006 18:00:53

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,352

Vegna: Breytingar á tollalögum

Sverrir skrifaði:

...Einnig er búið að rýmka heimildir er varða sendingu vara úr landi til viðgerða.

Sjá annars > http://www.althingi.is/lagas/131b/2005088.html

það sem hefur breyst  er möguleikinn að senda út hlut sem er í ábyrgð og fá honum skipt fyrir nýjan. Gömlu tollalögin gerðu ekki ráð fyrir að ábyrgðarmeðferð gæti falist í að skipta hlutnum út fyrir ónotaðan/nýjan.
Ég stóð í miklu stappi við tollayfirvöld út af svona máli fyrir nokkrum árum. Ég átti að borga full aðflutningsgjöld og söluskatt af tölvudiski sem var skipt út fyrri nýjan þar sem hann var í ábyrgð. Jafnvel þó ég gæti sannað að ég fengi hann mér að kostnaðarlausu og hefði sent ónýta hlutinn út. Ef ég hefði sent tölvuna alla og hlutnum skipt í henni þá hefði það ekki verið vandamál!!!!
Annað mál hafði komið upp áður þar sem maður fékk nýja veiðistöng í stað gömlu þar sem hún var í lífstíðarábyrgð. Hann stóð í heilmiklu stappi en varð að lúffa á endanum.
Málið endaði með því að ég kærði íslensku tollalögin til Eftirlitsstofnunar EES. Mun sú kæra hafa haft áhrif á að tollalögin voru endurskoðuð og það hvernig þessi grein (10. grein) varð á endanum.

Alltaf gaman að geta hrósað sjálfum sér... big_smile

Síðast breytt af Björn G Leifsson (18-01-2006 18:02:38)


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#4 18-01-2006 19:39:51

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Breytingar á tollalögum

Takk smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#5 18-01-2006 21:53:58

Ingþór
Þyrlaður
Frá: Reykjavík
Skráð: 04-02-2005
Póstar: 769

Vegna: Breytingar á tollalögum

hehe, það er naumast...
TAKK smile


- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB