Þú ert ekki skráður inn.

#1 24-01-2006 01:51:35

bmw3
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 24-01-2006
Póstar: 39

Er einhver hérna sem getur aðstoðað

Góðan daginn. Málið er það að ég var að kaupa mér hobbico vél sem hafði brotlent með brotið stél og væng sem þarfnast filmu og ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna sem gæti aðstoðað mig við þetta eða leiðbeint mér þar sem ég er alveg nýfæddur í þessu?

Með kveðju Ásmundur 691-9151

Síðast breytt af BMW3 (24-01-2006 01:52:04)

Offline

#2 24-01-2006 19:44:57

bmw3
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 24-01-2006
Póstar: 39

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

þarf ég að skipta um alla hliðina á vélinni ef hliðinn er brotinn?

Offline

#3 24-01-2006 20:22:25

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

Það fer eftir því hversu illa hún er brotin, þú gætir sloppið með það að styrkja svæðið en þú gætir líka þurft að skipta um hliðina.
Ef þú gætir sent inn mynd þá væri eflaust hægt að gefa þér einhver ráð með þetta smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#4 24-01-2006 22:51:30

Þórir T
Meðlimur
Skráð: 17-08-2004
Póstar: 1,286

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

ég myndi leggja til mynda innsetningu, eða að hreinlega að mæta á næsta fund hjá þínu módelfélagi með dótið og fá hreinlega ráðleggingar...
Sverrir, hvenær er næsti þytsfundur td?   komið með stað og stund fyrir Ásmund

mbk
Tóti

Offline

#5 24-01-2006 23:01:15

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#6 25-01-2006 17:04:05

bmw3
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 24-01-2006
Póstar: 39

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

þarf ég að taka blöndunginn úrt til að liðka hann til því hann er alveg pikkfastur

Offline

#7 25-01-2006 17:47:46

Ingþór
Þyrlaður
Frá: Reykjavík
Skráð: 04-02-2005
Póstar: 769

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

úff, ég lenti í þessu einusinni og tók hann úr og lagði hann í alkahól (ekki bjór) og náði þá að losa han, passa bara að pakkningar og gúmmihringir séu í lagi eftir svoleiðis dúttl


- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -

Offline

#8 25-01-2006 19:53:14

bmw3
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 24-01-2006
Póstar: 39

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

en hvernig set ég filmuna á vænginn hvað þarf ég að gera?

Síðast breytt af BMW3 (25-01-2006 20:04:07)

Offline

#9 25-01-2006 21:18:31

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,352

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

Ingþór skrifaði:

úff, ég lenti í þessu einusinni og tók hann úr og lagði hann í alkahól (ekki bjór) og náði þá að losa han, passa bara að pakkningar og gúmmihringir séu í lagi eftir svoleiðis dúttl

Fínt að nota "Rauðspritt" sem fæst í bensínstöðvum og málningarverslunum. Það er nauðsynlegur vökvi að hafa til að þrífa allt mögulegt þegar glóðareldsneyti er annars vegar.
Ég er alltaf með slatta af því í úðabrúasa (fæst td í Húsasmiðjunni) á verkstæðinu.

Það sem festir glóðarmótora er þornuð olía og spíri leysir það upp. Meginuppistaðan í glóðareldsneyti er tréspíri (baneitrað!) og rauðsprittið er náskylt því og virkar vel til að leysa upp og þrífa glóðareldsneytissull.
Það má ekki nota bensín (bílabensín) því það getur eyðilagt pakkningar. Ekki má heldur nota hvaða olíu sem er til að smyrja svona mótor, af sömu ástæðu. Best að nota "After run" olíu sem er sérvalin til þess.


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#10 25-01-2006 21:59:55

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,352

Vegna: Er einhver hérna sem getur aðstoðað

Varðandi klæðningu þá er það eitthvað sem ekki er erfitt að tileinka sér en þarf smá kunnáttu.
N ær undantekningalaust er notuð "hitafilma" sem er plastfilma með ábornu "hitalími". Notað er straujárn, gjarnan sérsmíðað en létt ferðastraujárn getur verið fínt. Filmurnar eru þannig gerðar að límið byrjar að verka við lágt hitastig og maður festir þannig filmuna niður. Síðan hækkar maður hitann og þá strekkir filman sig.  Bestu filmurnar skilja vel á milli þessara eiginleika og er tiltölulega auðvelt að vinna með. Besta filman er þýsk og heitir ýmist Ultracote, Oracover eða Profilm (sama efnið) Ég held að Þröstur (modex) eigi fullt af henni í öllum litum.
Monokote er annað frægt merki en hún er ekki eins "vinaleg" og Profilm.

Trikkið er sem sagt að stilla járnið frekar lágt (fyrir Profilm einhvers staðar rúmlega "Wool" minnir mig) og festa niður filmuna og síðan hækka hitann (uþb "cotton" stillinguna) til að strekkja filmuna á.
Maður þarf að prófa sig svolítið áfram til að finna rétta stílinn.
Nánar hvernig maður fer að er víða lýst á netinu, td. á þessum síðum:

http://www.monokote.com/monoinst1.html

http://webpages.charter.net/rcfu/HelpsH … lrCvr.html

Sjálfur keypti ég mér á sínum tíma ágætar bækur um efnið á Amazon.
Þessa og þessa


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB