Þú ert ekki skráður inn.

#1 09-10-2004 04:05:58

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Innsending mynda á spjallið

Á mynd 1 þá má sjá tengilinn sem er hægra megin undir innsláttarsvæðinu fyrir texta þegar þræði er svarað eða nýr búinn til. Þegar smellt er á hann þá opnast nýr gluggi sem sést nánar á mynd 2.

1197589115.jpg

Hér á mynd 2 þá sjáum við hvernig glugginn lítur út og þarna smellum við á Browse og þá getum við valið mynd úr tölvunni hjá okkur. Að því loknu þá smellum við á Senda inn mynd og þá afritar kerfið viðeigandi slóð inn í póstinn.
Athugið að kerfið tekur bara við gif eða jpg(jpeg, jpg, pjepg) sem eru minni en 250 KB. Hér er forrit sem má nota til að minnka myndir en einnig eru leiðbeiningar fyrir Picasa hér á vefnum.

1097294573.gif

Eftir þetta þá er textinn hjá okkur farinn að líta út e-ð í þessa áttina.

1097295343.gif

Þess ber að geta að auðvita er líka hægt að vísa í myndir sem eru geymdar á öðrum vefþjónum og er engin skylda að senda myndir hingað inn. Seinna opnum við kannski alvöru myndakerfi þar sem notendum býðst að vera með myndaalbúm en það kemur þá ekki fyrr en í næstu útgáfu vefsins.

Allar myndir í greininni voru settar inn með þessari aðferð. big_smile


Myndir utan úr bæ

[img]http://www.vefthjonn.is/mappa/mynd.jpg[/img]

t.d. 
[img]http://myndir.frettavefur.net/albums/uploadMyndir/fagernes2010/DSC03327.jpg[/img]

Sem birtir þá
DSC03327.jpg

Síðast breytt af Sverrir (15-08-2013 17:36:42)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 22-04-2012 15:52:36

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Innsending mynda á spjallið

Smá breyting hefur verið gerð á innsetningu mynda en nú er mögulegt að senda inn fleiri en eina mynd í einu. Hins vegar er rétt að benda á að ef um venjulegar heimilistengingar er að ræða þá borgar sig yfirleitt ekki að senda inn mikið meira en 5 myndir í einu og einnig að tíminn sem innsendingin tekur lengist eftir því sem fleiri(og stærri) myndir eru sendar inn. Ef myndirnar eru farnar að telja vel á annan tuginn þá er spurning hvort þær eigi ekki frekar heima í myndasafni.

Hér sést hvar búið er að velja nokkrar myndir til að setja inn.
1335109545_0.jpg

Hér eru þær komnar inn, takið eftir að ein af myndunum kom ekki með.
1335109545_1.jpg

Og svona í tilefni dagsins þá fékk innsendingarglugginn smá andlitslyftingu!
1335109591_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB