Þú ert ekki skráður inn.

#1 01-04-2011 15:26:00

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,637
Vefsíða

01.04.2011 - Myndir af nýrri SebArt Sukhoi 140

Hérna eru myndir af nýju SebArt Sukhoi 140 sem láku út um daginn. Það sem helst kemur á óvart á þessari annars tveggja metra vél eru afturendabrúnirnar á stélflötunum, bæði útsveigjurnar og svo boginn á hliðarstýrinu. Þetta er þó ekki alveg nýtt þar sem hann hefur notað svipaðar útfærslur áður, t.d. á Wind og 100cc Sukhoi, en ekki á sömu vélinni. Takið einnig eftir skiptingunni á vélarhlífinni.

Einnig er gaman að sjá nýja skemað hjá honum, ótrúlegt hvað hann getur leikið sér með þessi form og liti kallinn.

1301671299.jpg

1301671310.jpg

1301671319.jpg

1301671331.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB