Þú ert ekki skráður inn.

#1 04-06-2011 10:22:05

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Því miður missti ég af fundinum hjá Þyt þegar Lárus fjallaði um Hitec Aurora 9 fjarstýringuna.

Ég sá hana þó í 1/3 skala vélinni hans á Hamranesi og leist ljómandi vel á.  Virðist að þar sé um einstaklega skemmtilega fjarstýringu að ræða. Gaman að sjá að hægt er að fylgjast m.a með rafhlöðuspennunni í módelinu á skjánum í sendinum.

Það þarf ekki að koma á óvart að Hitec er svona framarlega, því þeir keyptu fyrir nokkrum árum Multiplex fyrirtækið sem var í fararbroddi í þróun fjarstýribúnaðar.

Ég tók eftir að hún fæst hjá Sussex Model Centre http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh … p?id=29870

Það væri fróðlegt að frétta frá Lárusi hvernig honum líkar við gripinn nú þegar hann hefur kynnst honum betur...

http://www.hitecrcd.com/products/aircra … t/aurora9/

Of smá spjallþráður: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=996037


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#2 11-06-2011 13:29:58

Olddog
Meðlimur
Skráð: 24-01-2010
Póstar: 74

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Sæll Gústi.

Það er nú skömm að segja frá því að ég hef ekki ennþá flogið með Hitec stýringunni. Þar á móti hefur Seini "mikli" málari , flogið tveim af vélunum mínum, Extrunni tvisvar þ.e.a.s. bæði B.C. og A.C. (Before Crash og After Crash :-) ) og svo Helios rafmagnsvélinni . Hann lét vel að þessu en það er of fljótt að dæma svona þar sem það tekur tíma að átta sig á hvernig þetta verkar á flugið, t.d. þessi háa nákvæmni (resolution) samanber t.d. 0.025 gráður per þrep í Nano trimmi.

Það sem ég get dæmt um er hversu ótrúlega auðvelt það er að vinna með tækið, ég er búinn að setja upp 3 vélar, þessar tvær sem ég nefndi og svo Focus II pattern vélina mína. Það þarf varla að líta í manual, þetta er allt myndrænt á snertiskjá og tekur ekki nokkurn tíma, ótrúlega flott.

Sem dæmi, þá settti ég uphaflega upp D/R  (Dual Rate) fyrir hliðarstýri, hæðarstýri og hallstýri sitt á hvorum takkanum, einsog almennt er (að ég held) vaninn, þannig að ég var með 3 rofa fyrir þetta og þannig bara HI rate og Low rate. og þurfti að flippa 3 tökkum til að breyta öllu. Ég hafði álpast til að setja þetta öfugt þannig að D/R fyrir hægra stick (hæðar og hallast.) var á tökkum vinstramegin. Bara vitleysa í mér en gæti ruglað Steina því hann er vanur þessu hinsegin, þannig að ég þurfti að breyta þessu.

það sem ég gerði var að ég setti öll D/R á einn 3ja póla takka. Semsagt low rate á takkann frammi, medium rate á takkann í mið stöðu og high rate með takkann aftur. Þannig er low rate bara þægilegt low rate, miðstaðan er með aðeins hærra hæðarsýri, aðeins hærra á hallastýrum en með full rudder, þetta notast við t.d. Stall turn.
High rate er svo eins hátt og manni finnst ok. eða eftir öðrum þörfum. Efst framaná tækinu eru 3 takkar, svipaðir trimmtökkum, þessa takka er hægt að activera á alla aðra takka. T.d. er hægt að setja þá á dúal reitin á hæðarstýri , rudder og hallastýri, taka siðan flug ag breyta færslunum á stýrunum í flugi til að finna fljótt og öruglega hvernig maður vill hafa svörunina.

Með þessu móti er t.d. hægt að stilla hliðarstýrið þannig að það passi nákvæmlega þannig að í vélin heldur hæð í knive edge með stikkið í borni, sama með hæðarstýri að hún flýgur á hvolfi með stýrið í botni, etc. þannig verður til stilling sem gerir rolling circle auðveldari þar sem hægt er að hafa rate stillingu sem sem er þannig að menn geta bara sett pinnana í botn til að fljúga rolling circle.

Hvað um það, þá var það þannig að þegar ég fór í að færa reitin á einn takka þá tók það svona fimm mínútur !  Hefði ekki meikað að gera þetta á gamla Fútabanum (ekki misskilja, Futaba eru góðar græjur, ég er bara auli á alla svona menue prógrammingar)

Svo úir og grúir af þægindum, ég var með á Extrunni lendingar styllingu, sem felst í að setja elrónur upp fyrir lendingu, þetta þræl vrkar og hægir á vélinni og gerir hana stöðugri, sérstaklega ef hún er höfð svolítið afturþung Þetta gat ég gert á Futaba með Flap prógramminu.
Það sem ég sá að ég gat á Hitec umfram Futaba var að ég gat sett þetta á tæmer og stillt hann á þann tíma sem ég vil að það taki hallstýrin að fara upp (eða niður ef þetta er notað sem flapsar) og ég hef þetta stillt á 1,5 sekúndur, þannig að þessi færsla verður mjúk og fín.  Til viðbótar tímatöfinnni þá gat ég sett "Low Idle" virkni á þennan sama takka, þannig að ég er með tvo lausaganga, einn normal lausagang sem ég hef frekar hraðann, svona öruggt Idle (þú mannst það er verið að keyra mótorinn inn og hann drap ásér hjá Steina) og svo low idle sem er svona það sem maður kalar fínn hægur lausagangur. Vegna þess að á Hitec Aurora9 er hægt að stilla allt á alla takka og alla atakka á hvað sem er , þá er ég með semsagt einn takka fyrir lendingar, semsagt flippa einum rofa og hallstýrin síga upp um tíu gráður og mótorinn getur gengið í hægasta lausagangi þegar bensíngjöfin er tekin af. Allt þetta mix gat ég gert án þess að hafa nokkuð fyrir því, nokkur pling á snertiskjáinn og allt klárt.
Ég á eftir að finna helling af fídúsum sem gott er að nota þegar ég fer að venjast þessu.

Af því þú ert í rafmagninu, þá er það rétt sem þú bentir á að maður fær struminn á batteríinu í vélinni niður í sendinn, þetta er standard fídus og kemur í 7 og 9 rása móttökurunum og þarf því ekki að kaupa neitt auka. það er svo hægt í sendinum að stilla þá spennu sem maður vill hafa til að fá viðvörunarkljóð eftir því hvernig batterím maður er með í módelinu. Hvað varðar batteríið í sendinum sjálfum er einnig mjög flott að maður getur valið um hvort hann sýni Voltin sem sendibatteríið er í eða hreinlega prósentuna sem eftir er, þá bara hættir maður að fljúga þegar sendirinn segir 10%
Það er líka afar þægilegt að að taka gjöfina úr sambandi ef maður er með rafmansvél, í fyrsta lagi kveikir sendirinn ekki á sér nema gjöfin sé á "idle" en ef maður heldur fingri í tvær sekúndur á "Ikoni" á skjánum fer gjöfin úr sambandi en heldur fullri virkni á öllu öðru þannig að hægt er að prufa allar hreyfingar, gera range test osfrv. án þess að eiga á hættu að spaðinn fari á fullt í fésið á manni útaf gáleysi. Svo er bara að  leggja vélina á brautina, prufa allt, puttann í tvær sekúndur á Ikonið aftur , og allt komið í gang.

Nú er það svo að ég er líka með telemerty pakka sem gefur mér þrjár hitamælingar, mótorhita batteríhita osfrv. Bensínmagn á tank, GPS með hraða og hæð, osfv. en þetta er ég ekki búinn að setja í vél og prufa svo ég læt það bíða að umtala mig þangað til seinna, en þetta lofar góðu.

Eitt í lokin, fór inná SMC síðuna sem þú póstaðir og það er með Bretann einsog Íslendingana, það brestur eitthvað innra með þeim þegar þeir fara að skrifa reikning.... þetta kostar 340 pund, c.a. $ 552.- Þessar stýringar eru til sölu í USA frá 410 til 450 dali. semsagt 25% hærra verð hjá tjallanum.

Semsagt ,,, það sem er kannski athygliverðast við Hitec Aurora9 með 9 rása móttakara með telemetry, að hún kostar ekki nema 450 dali, gríðarlega góð kaup.
Annað sem er líka áríðandi ef menn eru með margar vélar, þá kosta móttakararnir ekki nema c.a. helming af verðinu frá Spectrum og Futaba. En 9 rása Hitec costar $99.90 og þegar er ég að sjá að hægt að fá discount niður í 85.-, þetta telur allt, ég er með þrjá 9 rása móttakara og einn 6 rása og sennilega eru þeir samanlagt um $ 350.- ódýrari en svipað frá Spectrum.

Með bstu kveðjum

LJ

Offline

#3 11-06-2011 15:54:15

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,353

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Lárus gleymirðu ekki að draga frá 20% VAT?
£340 verða um £283 án VAT eða ca $460

(VAT dregst frá þegar sent er til Íslands og svo tekur Ríkið sinn 10% leikfangatoll og 25% virðisaukaskatt)

Síðast breytt af Björn G Leifsson (11-06-2011 16:07:13)


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#4 11-06-2011 18:20:53

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,681
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Fjarstýringar bera 0% vörugjöld þannig að einungis á að þurfa að borga VSK af þeim við innflutning.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#5 13-06-2011 11:33:15

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Takk fyrir mjög góða lýsingu Lárus. Það er greinilegt að náungarnir hjá Hitec / Multiplex kunna sitt fag. Þetta er greinilega kostagripur á góðu verði. Ég spái því að þetta verði vinsæl fjarstýring.


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#6 14-06-2011 21:28:01

Olddog
Meðlimur
Skráð: 24-01-2010
Póstar: 74

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Ekkert mál Ágúst, gaman að dreyfa reynslunni, þetta er þegar orðin mjög vinsæl stýring, ekki síst fyrir svona venjulega gaura, mjög góð kaup í ofanálag. það er náttúrlega allltaf markaður fyrir $ 2000.- + + græjur frá Futaba sem er náttúrlega top´s.

Það er ekki ólíklegt Bjössi að ég sé að flunka á VAT, en það virðist vera ansi algengt að bretinn breytir ekki upphæðinni, bara gjaldmiðlinum. Fjarlægir $ og setur GBP í staðinn.

Gaman að sjá að Svíjar láta syngja sig í svefn eftir að vera búnir að hovera . :-)

BMKv

LJ

Offline

#7 18-08-2011 15:37:03

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Hér er annar spjallþráður um norðurljósið (Aurora) http://www.flyinggiants.com/forums/show … 29&t=55923


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#8 19-08-2011 11:59:50

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Olddog skrifaði:

Semsagt ,,, það sem er kannski athygliverðast við Hitec Aurora9 með 9 rása móttakara með telemetry, að hún kostar ekki nema 450 dali, gríðarlega góð kaup.


LJ

Sæll Lárus

Tower Hobbies er nú að selja Aurora á $399 með 9 rása móttakara.  Spurning hvort þetta sé CE-merkt.
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wti0001p?&I=LXXCZ4

Mér þykir líklegt að þú hafir keypt þína í USA.  Er hún með CE-merki?   Kannski bæði TX og RX?

Síðast breytt af Agust (19-08-2011 12:00:48)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#9 19-08-2011 12:35:02

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

Reyndar sé ég að þessar góðu fjarstýringar eru ekki svo dýrar í Englandi.

Til dæmis:

http://modelhelicopters.co.uk/acatalog/ … Hitec.html

Án VAT og með 9 rása RX er verðið 250 pund, sem jafngildir líklega um $403, þ.e. nánast sam verð og hjá TowerHobbies.

Með 7 rása RX er verðið 238 pund.

Ekki ósvipað hjá Sussex Model Centre sem ég kaupi mikið frá:
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh … p?id=29870

Síðast breytt af Agust (19-08-2011 12:42:30)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#10 19-08-2011 12:37:03

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,681
Vefsíða

Vegna: Hitec Aurora 9 fjarstýringin...

£247.49 hjá Ali og co., sem er nánast sama verð og hjá TH og þá ertu öruggur með CE vottun.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB