Þú ert ekki skráður inn.

#1 24-11-2011 23:49:28

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Aðalfundur Þyts var haldinn fyrr í kvöld í Skátaheimilinu í Hafnarfirði. Eysteinn formaður flutti skýrslu um árið sem var að líða og sagði frá því helsta sem var að gert.

Reikningar félagsins voru samþykktir eftir smá umræður og komu fram gagnlegar ábendingar frá skoðunarmönnum reikninga varðandi framsetningu gagna. Jón gjaldkeri lagði til að félagsgjaldið yrði hækkað um 1000 krónur og yrði þá 12.000 á næsta ári. Rafn lagði á móti til að það yrði óbreytt. Eftir kosningu kom í ljós að meirihluti viðstaddra vildi hækka félagsgjaldið. Á næsta ári stendur svo til að taka pittsvæðið í gegn, laga borðin og setja upp háa girðingu til að skýla þeim sem eru inn í pittinum.

Pétur sagði frá hinu árlega Piper Cub móti og var fín þátttaka í því. Frímann sagði frá Kríumótinu ásamt því sem hann afhenti verðlaun. 1.sæti Böðvar Guðmundsson, 2.sæti, Jón V. Pétursson, 3.sæti Guðjón Halldórsson.

Jón V. Pétursson fékk rússneska kosningu í áframhaldandi setu sem gjaldkeri félagsins, Einar Páll Einarsson gaf kost á sér áfram sem meðstjórnandi og fékk líka rússneska kosningu. Björn G. Leifsson sá sér því miður ekki fært að gefa kost á sér áfram sem meðstjórnandi en Einar Á. Kristjánsson bauð sig fram í stað hans og var það samþykkt samhljóða af fundarmönnum.  Í embætti skoðunarmanna reikninga þá buðu þeir Erlingur Erlingsson og Rafn Thorarensen sig fram til áframhaldandi setu og hlutu þeir rússneska kosningu.

Skipað var í nefndir til að halda utan um Piper Cub mótið, Kríumótið, Íslandsmeistaramót í hangi og stjórnin mun vinna með FMS í sambandi við hraðflugskeppnir næsta sumars.

Undir liðnum önnur mál þá tók fyrstur til máls Eysteinn formaður og sagði frá því að stjórnin legði til að Sverrir Gunnlaugsson yrði gerður að heiðursfélaga í Þyt fyrir vinnu sína í þágu módelflugs á Íslandi undanfarin ár. Samþykktu fundarmenn það og þakkaði Sverrir fyrir sig. Haraldur spurði svo aðeins út í fyrirkomulagið í kringum hraðflugskeppnir næsta sumars. Unnið verður í þeim málum í vetur. Bjarni spurði um nýliðakennslu og mun stjórnin skoða þau mál fyrir sumarið.

Svo var aðalfundi Þyts 2011 slitið.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 24-11-2011 23:55:04

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: 24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Ég þakka kærlega fyrir mig!   smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#3 25-11-2011 00:26:04

lulli
Fjallatröll
Frá: Þytur - FMS
Skráð: 01-12-2006
Póstar: 1,193

Vegna: 24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Sverrir skrifaði:

Ég þakka kærlega fyrir mig!   smile

ég þori að fullyrða að flugmódelmenn á landsvísu þakka ,,á líkann máta" smile

Síðast breytt af lulli (25-11-2011 00:27:37)


Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Offline

#4 25-11-2011 00:53:36

lulli
Fjallatröll
Frá: Þytur - FMS
Skráð: 01-12-2006
Póstar: 1,193

Vegna: 24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Þegar ég taldi viðstadda voru 26 mættir til fundar.
Þetta var samstilltur fundur og menn ákveðnir í að halda af fullum krafti í nýtt starfsár.(auðvitað:)
Kv. Lúlli.

Salurinn.
1322181172.jpg

Nýkjörinn heiðursfélagi Þyts 2011 - Sverrir Gunnlaugsson.
1322181275.jpg

Nýkjörinn meðstjórnandi Einar Á Kristjánsson.
1322181393.jpg

l. verðlaun Kríumótsins - Böðvar Guðmundsson.
1322181701.jpg

ll. verðlaun Kríumótsins afhent - Jón V. Pétursson
1322182265.jpg

lll. verðlaun Kríumótsins afhent - Guðjón Halldórsson
1322182401.jpg

Nammi nammi namm.........
1322182938.jpg


Kaffiþyrstir fengu sinn skerf.
1322181448.jpg

Síðast breytt af lulli (25-11-2011 01:04:42)


Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Offline

#5 25-11-2011 06:15:59

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: 24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Slæmt þykir mér að hafa misst af þessum góða fundi og þessari góðu tertu.   Einhver hrollur var að hrjá mig í gær og fram eftir kvöldi svo mér þótti ráðlegast að vera heima.

Til hamingju Sverrir.


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#6 25-11-2011 08:15:24

lulli
Fjallatröll
Frá: Þytur - FMS
Skráð: 01-12-2006
Póstar: 1,193

Vegna: 24.11.2011 - Aðalfundi Þyts lokið

Agust skrifaði:

Slæmt þykir mér að hafa misst af þessum góða fundi og þessari góðu tertu.   Einhver hrollur var að hrjá mig í gær og fram eftir kvöldi svo mér þótti ráðlegast að vera heima.

.

Við tökum viljann fyrir verkið smile


Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB