Þú ert ekki skráður inn.

#1 07-08-2012 08:59:58

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,174
Vefsíða

Iðavöllur - 6.ágúst 2012

Í gær var sól og blíða, þ.e. ef maður kallar 4 vindstig blíðu.  Þetta aftraði okkur Þórarni þó ekki frá að setja Bixler í loftið fyrir 4. og 5. kennsluflug. Vindurinn var reyndar það stífur, eins og sjá má á vindpokanum sem stendur þráðbeint út í loftið, að Bixler stóð kyrr í loftinu ef mótorinn var stopp.

Þórarinn lenti nokkrum sinnum og tók einnig á loft, en ég kastaði vélinni. Allar lendingarnar voru lóðréttar, eins og Harrier, enda komst vélin ekkert áfram nema með mótornum í gangi.

Það sem gerði kennsluflugið mögulegt í vindi sem var um 6m/s með gustum í 8m/s er Guardian búnaðurinn sem ég lýsti nýlega í kaflanum Rafmagnsmál (http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6566).

Þórarinn flaug alls um 2 x 15 mínútur í gær.

1344329808_0.jpg

Þarna sat Bixlerinn fastur í loftinu. Komst ekkert áfram. Þórarinn lenti þó rétt við tærnar á sér með smá inngjöf til að mjaka vélinni yfir brautina.


1344329808_1.jpg


1344329808_2.jpg

Vindpokinn sýnir að ekki var beinlínis logn.


1344331512_0.jpg 

Mælirinn er við Kjóastaði í um 2ja km fjarlægð.  Við vorum að fljúga þar sem merkið er.

Síðast breytt af Agust (16-08-2012 13:59:25)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#2 25-08-2012 13:12:31

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,174
Vefsíða

Vegna: Iðavöllur - 6.ágúst 2012

Í dag er töluverður vindur. Það mikill að mér hefði aldrei komið til hugar að reyna að fjúga....

En, í dag vildi ég samt prófa að fljúga Bixlernum í almennilegum vindi.  Flaug í næstum hálftíma milli klukkan 12 og 12:30

Svona mældist vindurinn á mæli Vegagerðarinnar, en hann er í landi Kjóastaða um 2km frá þeim stað sem ég var að fljúga á.
(Sjá skyggða svæðið lengst til hægri á ferlinum):


1345907498_0.jpg 

Í stuttu máli, þá gekk flugið eins og í sögu.  Prófaði að fljúga með Guardian 2D 3D frátengdan, í stöðu 2D og 3D.  Án Guardian þeyttist Bixlerinn til og frá eins og laufblað, en með hann í stöðu 2D var hann eins og á teinum. Lendingar auðvitað lóðréttar en ég þurfti varla að snerta sendinn !    Í stöðu 3D er auðvitað hægt að fljúga eins og mann lystir með lúppum og rollum, en vélin er miklu stöðugri í vindinum.

     Vindhraðinn var 8 - 11 m/s.

              Nú er ekki lengur afsökun að vindurinn sé of mikill !   smile

Síðast breytt af Agust (25-08-2012 21:20:24)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB