Þú ert ekki skráður inn.

#1 04-09-2006 02:58:03

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,684
Vefsíða

04.09.2006 - Vígsla á nýjum velli tókst vel

Laugardaginn 2.september sl. hélt Flugmódelfélag Suðurnesja flugkomu í tilefni af vígslu á nýjum flugvelli félagsins sem staðsettur er við Seltjörn á Reykjanesi. Stór hópur módelmanna úr öllum klúbbum landsins mættu á svæðið til að samfagna með Suðurnesjamönnum.

Flugkoman hófst kl.14 en fyrstu menn fóru að týnast inn á svæðið hálftíma fyrr og bættust sífellt fleiri við eftir því sem leið á daginn. Kl.17 var svo komið að stóru stundinni en þá voru vel á annað hundrað gestir á svæðinu þegar Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri Keflavíkurflugvallar klipptu á borðann en þeim til aðstoðar var Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri Menningar- íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar. Eftir að ræðuhöld voru yfirstaðin komu tveir fullvaxnir Piper Cub í glæsilegu samflugi sem heillaði alla þá sem það sáu, á Einar Páll sérstakar þakkir skildar fyrir að koma því í kring. Að því loknu bauð Flugmódelfélag Suðurnesja upp á glæsilegar veitingar sem viðstaddir gæddu sér á með bestu lyst.

Þrátt fyrir mikla yfirferð á logninu þá skelltu hugrakkir módelmenn sér upp í loft og skemmtu viðstöddum með ýmis konar kúnstum sem heilluðu viðstadda upp úr skónum og félagar okkar í Sléttunni ásamt öðrum velunnurum litu við á fisunum sínum og vöktu mikla lukku.

Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á hjá Suðurnesjamönnum en framkvæmdir við nýtt svæði félagsins hófust í maílok á þessu ári og lauk kvöldinu fyrir vígslu og er ótrúlegt að hugsa til þess að svæðið hafi vaxið svona mikið á þessum tíma. Til að menn geri sér betur grein fyrir stærð svæðisins þá eru hérna nokkrar stærðar- og magntölur. 2200 m2 af malbiki, 3300 m2 af grasi og fer vaxandi, 3000 m3 af uppfyllingu, 116x10 m flugbraut(07/25) sem heldur áfram í 115 m grasbraut og 104x10 m (18/36) flugbraut en samhliða henni liggur einnig grasbraut.

Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafni.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB