Þú ert ekki skráður inn.

#1 18-10-2012 23:59:32

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,492
Vefsíða

33% Kaiser Ka-3

1350953661_0.jpg 

Jæja, þá er sólin farin að lækka á lofti og komin tími til að hefja vetrarverkin. Vélin er búin að bíða róleg eftir því að komast upp á smíðaborðið síðan 2008. Þetta er svokallað short kit frá Island Models en í því er að finna skrokkrif, vængrif og minni hluti. Smiðurinn sér svo um að útvega klæðningu, langbönd, vængsperrur og aðra lengri hluti.

Vænghaf: 333cm
Lengd: 180cm
Þyngd: ~7kg

Myndarlegasta teikning af skrokknum.
1350603347_0.jpg

Best að byrja á einhverju hæfilega stóru til að hita sig upp, hluti af stélinu.  wink
1350603347_1.jpg

Hmmmmm...  hmm
1350603347_2.jpg

Kannski betra svona.
1350603347_3.jpg

Þokast áfram.
1350603347_4.jpg

Síðast breytt af Sverrir (23-10-2012 00:54:50)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 19-10-2012 08:18:07

Flugvelapabbi
Nettur áhugamaður
Skráð: 02-12-2008
Póstar: 564

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Glæsilegt hja þer Sverrir, það verður gaman að sja þennan fugl
hja þer þegar liður að vori. Það verður kannski svifflug sumar a
komandi sumri, eg er að vinna i þremur flugum sem klarast fyrir jol.
Kv
Einar Pall

Offline

#3 19-10-2012 09:07:25

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Það er greinilega komin á keppni!  Grunau Baby klárast í vetur, svo það verða svifflugur á mótum næsta sumars.  Eins gott að einhver verði með togvélar í gangi!

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#4 20-10-2012 05:47:11

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,562

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Gaui skrifaði:

Það er greinilega komin á keppni!  Grunau Baby klárast í vetur, svo það verða svifflugur á mótum næsta sumars.  Eins gott að einhver verði með togvélar í gangi!

cool

Gaui, eru ekki til 7 stk af fjósamanninum, það ætti nú að duga eitthvað.  Svo eru nú á leiðinni hérna á nesinu einhverjar sem ættu að geta togað.
kv
MK

Offline

#5 20-10-2012 12:32:13

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,344

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

maggikri skrifaði:

Gaui, eru ekki til 7 stk af fjósamanninum, það ætti nú að duga eitthvað.  Svo eru nú á leiðinni hérna á nesinu einhverjar sem ættu að geta togað.
kv
MK

Án þess að lofa neinu, þá má upplýsa að hálfsmíðaður fjósamaður er kominn á borðið í Walleyhouse Aeroplane Factory. Svo er að sjá hvort góðu fyrirheitin um að setja skipulagða föndurdaga á almanakið geta haldið í vetur hmm


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#6 20-10-2012 13:41:37

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,546
Vefsíða

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Það verður magnað að sjá tvær svona stórar svifflugur saman! Flott hjá þér, Sverrir!

Offline

#7 20-10-2012 15:04:01

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,562

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Flott þetta smíðaborð!  Enginn að pæla í vinnunni og hönnun á svona flottu smíðaborði(broskarl).
kv
MK

Síðast breytt af maggikri (20-10-2012 15:11:12)

Offline

#8 20-10-2012 19:41:24

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,492
Vefsíða

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Takk, takk. Já Maggi þetta er langbesta nýtingin á hurð sem hægt er að hugsa sér!  wink

Mörgum listum, sögunum, pússunum og límingum síðar!
1350761830_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#9 20-10-2012 22:45:51

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Þetta lúkkar flott. 

Ég þarf að fara að klára vængina mína svo þú verðir ekki á undan!

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#10 21-10-2012 00:18:43

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,492
Vefsíða

Vegna: 33% Kaiser Ka-3

Haha, þá mátt nú vera ansi lengi að svo það gerist.   smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB