Þú ert ekki skráður inn.

#1 22-03-2013 02:34:49

Spitfire
Meðlimur
Frá: Patreksborg - MSV
Skráð: 06-08-2006
Póstar: 422

Páskadagsflug Módelsmiðju Vestfjarða

Það hefur skapast sú hefð meðal okkar félaganna hér í Patreksborg að mæta á völlinn með allt það sem flughæft er á morgni páskadags, fljúga, fagna hækkandi sól og tilvonandi flugkomusumri cool

Venjulega höfum við haldið Páskaflugið okkar á Sandodda, og eins og sjá má hér af þessari mynd frá okkar fyrsta páskadagsflugi:

1363918111_0.jpg

En í ár verður breyting á, við vitum af nokkrum flugáhugamönnum (og flugmódelum) á Bíldudal og nú verður Páskaflugið því haldið á Völuvelli á þeim ágæta bæ og hefst flug kl. 10.00 að staðartíma á Páskadagsmorgun.

Þetta er kannski ekki eins stórt í sniðum og Internationalinn, en skemmtilegt engu að síður, allir velkomnir, og sérstaklega ferðalangar með flugmódel í farángrinum cool


Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB