Fyrstu menn mættu upp úr hádegi á föstudag, þoka lá yfir svæðinu en þynntist og jókst á víxl. Harðjaxlarnir létu það ekki á sig fá heldur skelltu sér upp og athuguðu hvar efri mörkin lágu. Flugin voru í flatari kantinum þann daginn.
Laugardagurinn rann svo upp með smá þoku en hún var þó talsvert ofar en deginum áður og þynnri. Eftir engu var að bíða og hófst flugkoman á slaginu 10. Upp úr hádegi var svo komin heiðblár himinn og menn flugu sem mest þeir máttu. Bleiki pardusinn fékk nóg að gera en hátt í 20 flugtog voru flogin. Vélar voru svo í loftinu stanslaust til að verða fimm en þá fóru menn að gera sig klára í kvöldmatinn.
Davíð og hans fólk á Sjóræningjahúsinu bauð svo upp á þessi líka fínu BBQ rif(og kjúkling) og voru þeim gerð góð skil. Gestir og heimamenn skemmtu sér svo vel fram á kvöldið.
Sunnudagurinn rann svo upp bjartur og fagur og tóku menn upp þráðinn þar sem frá var horfið á laugardeginum. Upp úr hádegi snéri vindurinn sér svo í sunnanátt með stífri golu þvert á fluglínuna. Menn héldu þó áfram vel fram á kvöld og síðustu menn fóru heim um tíuleytið.
Mig langar að þakka þeim Patreksfirðingum fyrir frábæra flugkomu og góða skemmtun. Þeir hafa nú þegar ákveðið að halda flugkomuna á næsta ári svo við sjáumst hress að ári á Patró International 2014!
Icelandic Volcano Yeti
Offline
Myndir koma síðar en þangað til minni ég á myndastrauminn og fyrir þá sem hafa misst af þá má líka sjá allar myndirnar.
Fyrstu menn tóku til óspilltra mála á föstudeginum.
Á laugardeginum hófst svo flugkoman.
Guðjón stoltur við Fálkann eftir vel heppnaðan drátt, ein af fjölmörgum!
Hrannar var duglegur að fanga atburði á minniskort.
Birgitta(og Lúlli) voru líka dugleg að mynda.
Síðast breytt af Sverrir (17-06-2013 21:42:13)
Icelandic Volcano Yeti
Offline
Nokkrar myndir frá mér:
Útsýnið af hlaðinu að morgni flugkomudags:
Gauinn var í draumalandinu þegar við mættum á völlinn
"Óli Sæm" kom eflaust í veg fyrir bakverki hjá flugkomugestum:
Þessi mynd sýnir vel að ekki veitti af að sópa brautina:
Síðast breytt af Sverrir (17-06-2013 21:34:52)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Offline
Já verð að segja að þetta var vonum framar og alveg frábær helgi og erum vér MSV menn farnir strax að hlakka til international 2014 og þökkum öllum kærlega fyrir frábæra flugsamkomu.
Kv.Gísli Sverris.
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Offline
Við JON Petursson mættum a föstudagskvöld a Sandodda flugvöll, þokubakki la yfir vellinum en það stoppaði ekki flug hja felögum okkar. Við tokum okkar model og settum saman fyrir laugardagsflug, þegar undirritaður leit ut um gluggan milli klukkan sex og sjö sa vart a milli husa og það vottaði fyrir vonleysi nu verður ekkert flogið, nu morgunkaffið var drukkið i rolegheitum og farið ut a Sandodda nu þegar þangað var komið var þokan byrjuð að lyftast og við tok bjartsyni. Um half ellefu byrjaði flugið og var flogið stanslaust allan daginn. Flugkoman heppnaðist frabærlega i alla staði i flugi og mat og drykk. Eg vil þakka Patronum fyrir þessa goðu flugkomu og er þegar farinn að hugsa til næsta ars, hafið bestu þakkir.
Kv
Einar Pall
Síðast breytt af Sverrir (17-06-2013 22:11:32)
Offline
jæja nú er þriðju Patró flugkomunni lokið,vil ég þakka öllum sem tóku þátt og lögðu á sig ferðalag vestur bæði með húsbílum skipum og bílum.það er magnað að fljúga þarna fyrir vestan með fjöllinn í baksýn og gula sandinn.kærar þakkir til ykkar Patreksfirðinga fyrir góðar móttökur og gott skipulag og mjög skemmtilega flugkomu takk fyrir okkur
Kveðja Steini litli málari.
Offline
Enn og einu sinni sannast það, að gestrisni Patreksfirðinga, slær enginn við
Takk fyrir frábæra helgi.
Gauinn
Veðrið var ævintýri likast á vesturleið.
Alltaf skemmtilegt par.
Höfðingi Gústi
Höfðingi Steini.
Og höfðinginn JVP.
Já Árni Þetta er hálf ógeðslegt.
Gísli er við hinn endann á naflastrengnum við mig, á hverju ári.
Svona, svona þetta lagast allt saman, ég skal laga betur heima.
Ferðafélaginn minn, Páll, takk fyrir samveruna.
Það er eitthvað við einstaka myndir sem fangar mig án þess að vita hvað, þessi mynd lendir í þeim hópi, hún er auðvitað kolómöguleg á allan hátt, myndefnið snýr baki í mann, eða þá sést ekki nema að hluta (vélin). "In action" gæti nafnið verið á henni.
Stundum var lítið pláss, þá þurfti að fljúga þétt.
Fallegt þarna, maður lifandi!
Svona samkomur reyna á hálsliðina.
Í þessu tilfelli, voru reyndar allar stellingar, án fullnægandi árangurs.
Og margir saman.
Þessi hefur átt erfiða daga á Patró um ævina sína.
Skemmtilegt þarna inni.
Tækjasalurinn.
Og borðhaldið, svakalega gott, en sein etið.
Síðast breytt af Gauinn (18-06-2013 01:59:35)
Langar að vita miklu meira!
Offline
Já þetta var frábær helgi og næst verður maður að lengja helgina í báða enda því þarna er svo margt að skoða líka
Takk fyrir góðar viðtökur
Kær kveðja Messarinn
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Offline
Takk fyrir frábæra helgi félagar, allir sem einn og þó sérstakar þakkir til Patrona fyrir alla fyrirhöfnina. Ég mun ekki sleppa þessari samkomu oftar að sársaukalausu.
Síðast breytt af Ágúst Borgþórsson (17-06-2013 22:02:59)
Kv.
Gústi Forseti hússtjórnar
Offline
Takk fyrir frábæra flugsamkomu Patreksfirðingar.Þið egið heiður skilið fyrir móttökurnar.Takk öll sem tóku þátt í þessu.Sjáumst að ári.
Kær kveðja til ykkar.Árni F.
Síðast breytt af arni (17-06-2013 22:00:11)
Offline