Þú ert ekki skráður inn.

#1 15-08-2013 17:35:27

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Myndvinnsla í Picasa

Picasa er ókeypis forrit frá Google sem hægt er að nota til að halda utan um myndasöfn og vinna með stakar myndir eða nokkrar í einu. Hér að neðan eru leiðbeiningar um það hvernig er hægt að nota það til að vinna með myndir svo hægt sé að birta myndirnar hér á spjallinu.

Hér sést hvar búið er að velja nokkrar myndir til að vinna með og birtist valið í bakkanum(e. Photo tray) neðst til vinstri. Þegar myndirnar eru ekki samliggjandi þá er Ctrl takkanum haldið niðri og þær myndir sem á að vinna með eru valdar með því að smella á þær með vinstri músarhnappinum. Til að velja margar samliggjandi myndir er svo hægt að halda niðri vinstri músarhnappnum og draga bendilinn yfir myndirnar sem velja á.
1376587803_0.jpg 

Næst er smellt á Export takkann sem er neðst hægra megin við miðju.
1376586599_0.jpg

Þá opnast upp þessi gluggi þar sem nokkrir valkostir standa til boða.

  1. Hvert á að vista myndirnar.

  2. Hvað á mappan að heita sem myndirnar eru vistaðar í.

  3. Við viljum breyta stærðinni á myndunum til að minnka þær.

  4. 800 pixlar er oftast nógu stórt.

  5. Hér gætum við þurft að prófa okkur áfram, til að halda myndunum undir þeim stærðarmörkum sem sett eru án þess að tapa of miklum gæðum. Á bilinu 75% gæði henta vel í flestum tilfellum en oft liggur þetta á bilinu 50-85%.

  6. Ef menn vilja merkja myndirnar þá er sá texti settur inn hér.

Því næst er smellt á Export takkann.
1376587033_0.jpg

Og ef allt hefur gengið að óskum þá ættu myndirnar sem valdar voru að vera komnar í nýja möppu og allar undir þeirri stærð sem stefnt var að. Ef það skyldi koma fyrir að einhver af myndunum sé yfir stærðarmörkunum þá er einfalt að endurtaka ferlið hér að ofan eingöngu með þeirri mynd en prófa þá að minnka gæðin í lið 5 hér beint fyrir ofan.
1376588033_1.jpg

Hér má svo sjá eina myndina eins og hún lítur út í 85% gæðum og 800 pixlar á breidd.
1376588033_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB