Þú ert ekki skráður inn.

#1 23-05-2014 14:21:46

Örn Ingólfsson
3D Kóngurinn
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 24-04-2012
Póstar: 288

3D konungurinn 2014

Sælir félagar.

Ég ætla að gera prufu að viðburði sem mig hefur langað að halda í þó nokkurn tíma.
Þannig er mál með vexti að mér hefur fundist 3D ekki hafa fengið verðskuldaða athygli, þetta er mín tilraun til þess að bæta úr því.

Ég stefni á að halda 3D dag á Hammranesi miðvikudaginn 16 júlí næstkomandi. (ef veður leyfir)

Ég hafði hugsað mér að halda grjótharða keppni í 3D og veita verðlaun og nafnbót fyrir þrjá flokka, þeir skiftast svona:

Djarfasta "Hover"

3D konungurinn (rútína 2-3 mín flug)

ONE TRICK.

Það koma svo nánari skýringar á hverjum flokk fyrir sig fljótlega.Eins og staðan er núna þá ætlaði ég að hafa þetta einfalt svona í fyrsta sinn, þar af leiðandi er ég bara með einn flokk í huga: Gas Plane

En það er lítið mál að bæta fleiru við ef menn vilja, til dæmis:

Electric Plane
Gas Helecopter
Electric Helecopter
(þetta fer samt allt eftir því hversu ákafir menn eru í að taka þátt)Endilega látið mig vita hvernig ykkur lýst á og ef einhverjir hafa hug á að mæta og keppa, væri gaman að þeir gætu kvittað hér.Dómari verður okkar aðal Landsliðsþjálfari : Sverrir Gunnlaugsson.

Offline

#2 23-05-2014 18:38:29

Steinþór
„litli málari“
Skráð: 25-03-2010
Póstar: 186

Vegna: 3D konungurinn 2014

Ég er til, mér finnst þetta flott framtak hjá þér Örn og þú ert alveg að detta inní það að vera kóngurinn

Offline

#3 23-05-2014 21:40:14

einarak
Meðlimur
Frá: Reykjavík/Þytur
Skráð: 07-11-2006
Póstar: 1,759

Vegna: 3D konungurinn 2014

Þetta verður skemmtilegt, tveir mánuðir til stefnu svo það er nægur tími til æfinga.
Hér eru góð kennsluvídeo fyrir helstu trikkin:
https://www.youtube.com/user/bonedoc1/videos

Offline

#4 24-05-2014 11:53:41

Örn Ingólfsson
3D Kóngurinn
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 24-04-2012
Póstar: 288

Vegna: 3D konungurinn 2014

Steinþór skrifaði:

Ég er til, mér finnst þetta flott framtak hjá þér Örn og þú ert alveg að detta inní það að vera kóngurinn

Takk fyrir það Steini, ég nálgast óðfluga wink

Offline

#5 24-05-2014 12:41:16

Jónas J
Meðlimur
Frá: Hafnarfirði
Skráð: 21-07-2009
Póstar: 587

Vegna: 3D konungurinn 2014

Flott framtak. Það verður skemmtilegt að horfa á ykkur snillingana leika listir ykkar smile


Í pásu :)

Kveðja Jónas J

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB