Þú ert ekki skráður inn.

#1 06-07-2015 17:19:59

Örn Ingólfsson
3D Kóngurinn
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 24-04-2012
Póstar: 288

3D Kóngurinn 2015

Sælir félagar ég hef ákveðið að færa keppninni fram um mánuð eða 12. ágúst.
Keppni verður haldin á Hamranesflugvelli.
Ég vil minna menn á að skrá sig sem allra fyrst.
Skráning fer þannig fram að þú sendir mér línu og segir mér að þú viljir taka þátt.
Tölvupóst skal senda á orn@hljodx.is
Hér kemur svo dagskrá og útskýringar á keppninni.

18:30-19:30 Mæting keppanda og æfingaflug.
19:40 Allir í pitt við sínar vélar.
19:40-19:50 Tíma til þess að múta dómurum.
19:50 Setning 3D Kóngsins.
20:00 Keppni hefst.
Þegar allir hafa lokið sínu prógrami þá hefur dómnefnd fimmtán mínútur til þess að ráða úrslitum.
21:00 úrslit kynnt.

Freestyle:
Hver keppandi gefur til kynna hvenær hans prógram byrjar og endar, þó að hámarki 3 mínútur.
Hver keppandi hefur 3 mínútur til umráða, eftir að vélin hefur verið sett í gang, til þess að koma sér út á braut og í loftið.
6 mínútur í heild.
það má ekki gangsetja sína vél fyrr en keppandinn á undan hefur lokið sínu prógrami.

One Trick:
Hver keppandi gefur til kynna hvenær hans prógram byrjar og endar, þó að hámarki 30 sekúndur.
Hver keppandi hefur 3 mínútur til umráða, eftir að vélin hefur verið sett í gang, til þess að koma sér út á braut og í loftið.
3 mínútur og 30 sekúndur í heild.
það má ekki gangsetja sína vél fyrr en keppandinn á undan hefur lokið sínu prógrami.


Aðaldómari er:
Sverrir Gunnlaugsson og fer hann með alræðisvald.
Aðstoðardómara eru:
Hjörtur Björnsson

Ef það koma upp einhverja spurningar þá megið þið endilega hafa samband beint við mig.
Örn Ingólfson
Sími 8580962
orn@hljodx.is

Ég áskil mér þann rétt að fresta keppni hvenær sem er ef veður verður slæmt.

Offline

#2 10-08-2015 22:03:19

Örn Ingólfsson
3D Kóngurinn
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 24-04-2012
Póstar: 288

Vegna: 3D Kóngurinn 2015

Sælir félagar ég hef ákveðið að aflýsa 3D Kóngnum að þessu sinni.

Ég ætla hinsvegar að halda "3D kvöldstund" á þeim tíma sem "Kóngurinn" átti að vera. (á Hamranesi)

Allir velkomnir og allar "listflugvélar" leifðar.  LISTFLUGVÉLAR ekki "bixlerar"


Stefnan er tekin á að byrja klukkan 19:30 og vera til 21:30 eftir það meiga allar vélar flögra um loftið, líka bixlerar.

Hlakka til að sjá ykkur sem flesta!

Ef veður verður ekki gott þá frestum við þessu um viku eða svo...

Síðast breytt af Örn Ingólfsson (10-08-2015 22:05:34)

Offline

#3 10-08-2015 23:43:00

Flugvelapabbi
Nettur áhugamaður
Skráð: 02-12-2008
Póstar: 565

Vegna: 3D Kóngurinn 2015

Gott framtak hja þer,
nu er ad mæta og fylgjast med þessum snillingum sem stunda circusflug.
Eg vona ad menn taki þessu vel, þeir sem ekki fljuga fa ser bara coke og prins
þa getur þetta verid storfint kvold
kv
Einar Pall

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB