Þú ert ekki skráður inn.

#1 09-03-2016 10:20:52

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Módelflug á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar

Einar Páll Einarsson lýsir hér því sem fyrir augu ber.

Top Flite Taurus, þetta var fyrsta alvöru listflugvélin sem smíðuð var hér, mig minnir að þetta hafi verið 1965.  Þá fengum við að fljúga á títtnefndri neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli.

Vængur sem faðir minn (Einar Pálsson)  smíðaði einhvern tíma fyrir 1950, módelið heitir ERWA 8 og var þýsk hönnun. Pétur Filippusson aðstoðaði pabba vid flugið.

Sviffluga var frá Graupner og heitir Trabant, vænghaf var um 2 metrar, þessari svifflugu var heilmikið flogið. Ungi pilturinn(EPE) sýndi þessu áhuga og hefur verið nettur áhugamaður í módelsportinu síðan þá. Þetta er ca. 1956.

Pétur Filippusson með Falcon 56 frá Carl Goldberg, þetta var fyrsta alvöru vélflugan sem ég átti ca. 1960.

Á Sandskeiði, þarna er Pétur Filippusson og Jón V. Pétursson og Kristinn bróðir Jóns og Kristinn frændi Jóns ad gera Amigo klára í prufurennsli, aðrir á myndinni eru Einar Páll og Hörður Hjálmarsson og  á vappi aftan við þá er Magnús Ingólfsson sem var frábær smiður.

Einar Páll i Heiðmörk neðan vid Hjalla, þetta er ca. 1964, með svifflugu sem Einar Pálsson teiknaði og reyndist hún ákaflega vel, þarna flaug hjá ein þota frá Varnaliðinu (F-102 Delta Dagger) og hallaði sér huggulega til okkar, einnig er þarna sma skot af Amigo.

Sviffluga Einars Páls Einarssonar á Sandskeiði.

Hörður Hjálmarsson og Einar Páll Einarsson, Hörður med Bergfalke og Einar Páll med eigin teiknaða svifflugu, þetta er við Leirtjörn.

Kvikmyndir úr safni Einars Páls Einarssonar, tekið af Einari Pálssyni og Einari Páli Einarssyni.

Síðast breytt af Sverrir (07-04-2016 20:04:19)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 09-03-2016 12:21:30

Elson
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 28-02-2010
Póstar: 209

Vegna: Módelflug á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar

Skemmtilegar myndir, sérstaklega eftirtektarvert hvað menn eru reffilega klæddir smile


Bjarni Valur

Offline

#3 09-03-2016 18:30:54

Flugvelapabbi
Nettur áhugamaður
Skráð: 02-12-2008
Póstar: 565

Vegna: Módelflug á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar

Sælir felagar,
ja i þessu klæddu menn sig upp þa var þad hvit skyrta og bindi, þetta þotti sjalfsagt serstaklega um
helgar.
En alltaf er modelflugid jafn skemmtilegt hvort sem menn klædast gallabuxum eda jakkafotum
Kv
Einar Pall

Offline

#4 10-03-2016 01:01:21

Böðvar
Meðlimur
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 554

Vegna: Módelflug á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar

Takk fyrir þennan gullmola úr sögu módelflugsins, ekta gömul filma með rispum og hoppi er svo sjarmerandi.

Kv
Böðvar

Offline

#5 10-03-2016 17:38:35

Gauinn
Meðlimur
Skráð: 29-05-2012
Póstar: 638

Vegna: Módelflug á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar

Þetta er skemmtilegt!   Merkilegt nokk,  sama eðlisfræði og í dag,  módelin svipuð.   Sennilega er víða til gamalt dót frá gömlum dögum, í skúrum og geymslum, safngripir sem ekki eru aðgengilegir í dag.


Langar að vita miklu meira!

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB