Þú ert ekki skráður inn.

#1 09-01-2006 18:20:25

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Framtíðin í fjarstýringum

Einhver sem kannast við þetta:?

http://www.spektrumrc.com/

stafræn stýring í 2.4Ghz, framtíðin...eða?


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#2 09-01-2006 19:30:24

Ingþór
Þyrlaður
Frá: Reykjavík
Skráð: 04-02-2005
Póstar: 769

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

jú, er búinn að fylgjast með þessu svolítið og þeir voru bara með bíladót þartil núna, en það er smá vesen með þetta

spektrumrc.com skrifaði:

The DX6 is designed for park flyers and micro helis. The technology is not optimized for long distance use. That'll take time to develop.

þannig að það gæti tekið smá tíma og prufannir áður en við förum að nýta okkur þetta alminnilega.
það fallegasta við þetta að það er auðvelt að dulkóða samskiptin (ef það er ekki innbygt núþegar) og þannig er hægt að koma bæði í veg fyrir truflanir, ofaníkveikjur og skemdarverk sem geta verið stórhættuleg og hafa gerst á módelflugsýningum
mjög spennandi og örugglega framtíðin, bara spurning hvað það er langt í það.


- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -

Offline

#3 09-01-2006 22:07:13

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

2.4 GHz er samnýtt tíðni, ekki ósvipað og CB bandið var á sínum tíma. Þetta er í margra augum eins konar ruslakistutíðnisvið, sem allir mega nota á eigin ábyrgð. Þarna eru t.d. flestöll þráðlaus tölvunet, sumir þráðlausir símar og örbylgjuofnar. Reynt er að takmarka truflanir innbyrðis með því að hafa þak á hámarks sendiafli (100mW). Tíðnisviðinu er einnig skipt niður í nokkrar rásir, þannig að stundum er það lausnin að leita að lítið truflaðri rás. Þetta hafa menn kanski orðið varir við þegar þeir hafa verið að setja upp þráðlaust tölvunet. Þessi sama tíðni er einnig notuð fyrir sum fastasambönd yfir allmarga kílómetra í tölvuheiminum. Þá nota menn mjög stefnuvirk loftnet til að magna upp sendiaflið í ákveðna stefnu, og eins til að magna upp móttekna merkið.

Menn nota stundum "spread spectrum" þar sem menn geta að vissu marki samnýtt sömu rás. Með hjálp stafræna lykilsins er hægt að ná rétta merkinu upp úr truflunum, en auðvitað bara að ákveðnu marki. Truflandi merkið getur hæglega orðið það sterkt að það yfirgnæfi gersamlega rétta merkið.

Sem sagt, á 2,4GHs ríkir hálfgerð ringulreið smile


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#4 10-01-2006 05:34:35

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,628
Vefsíða

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

Þessi 2.4Ghz umræða hefur aldrei náð að heilla mig. sad

Þessi tækni sem er í notkun í dag er meira að segja frekar stefnuvirk og ef þú værir með módel sem væri í stærri flokki heldur en garðflugurnar sem þeir nefna þá geturðu lent í því að módelið skyggi á fjarstýrimerkið, ekkert svakalega spennandi.
Þetta skiptir hins vegar minna máli í bílum og bátum þar sem loftnet mótttakara og fjarstýringar er yfirleitt alltaf í sjónlínu.
Það mætti kannski minnka möguleikann á þessu með því að vera með fleiri loftnet á módelinu en aftur er það ekkert voðalega spennandi.

Persónulegra þykir mér meira áhugavert að íhuga hvernig hægt sé að halda áfram að þróa 35Mhz smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#5 10-01-2006 17:43:20

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

Það hjálpar reyndar til við að halda truflunum frá þessu tíðnisviði, að deyfingin í tómarúmi (free space attenuation) er verulega meiri en á lægri tíðnum. Þetta þýðir, að miklu minni hætta er á að truflanir berist frá sendum sem ekki eru alveg í næsta nágrenni.

Þetta þýðir auðvitað líka að langdrægnin (bil milli sendis og móttakara) er miklu minni en á t.d. 35 MHz, miðað við sama sendiafl, sama næmi viðtækis og sömu gerð loftneta, t.d. hálfbylgjuloftnet í báðum tilvikum.

Í radíótækninni gildir sú einfalda regla að "free space attenuation" vex um 6db fyrir hverja tvöföldun í tíðni. Það er nákvæmlega sama tala og fyrir deyfinguna sem verður við tvöföldun í fjarlægð. Til að vinna á móti 6db deyfingu þarf að fjórfalda sendiaflið, að öðrum kosti helmingast langdrægnin, nema annað komi til.


Hvað eru margar tíðnitvöfaldanir frá 35 MHz upp í 2400MHz?  Því sem næst sex:
35MHz->70MHz->140MHz->280MHz->560MHz->1120MHz->2240MHz
Viðbótar deyfing af völdum "free space attenuation" er því:
6+6+6+6+6+6=36db.    Til að vinna upp 36db tap þarf að auka sendiafl 4000 falt, eða nota tvö stefnuvirk loftnet, hvort um sig með 18db mögnun. Þannig loftnet senda út þröngan geisla, u.þ.b. 20°.

Á 2.4GHz gilda því aðrar venjur en á lægri tíðnisviðum.  Tíðnisviðið hentar vel fyrir tölvunet og þess háttar, en ég er hræddur um að það henti ekki fyrir flugmódel sem hæglega geta verið í meira en 500metra fjarlægð.


(Auðlesinn fróðleikur um "free space attenuation" o.fl. hér: http://www.afar.net/solution/howfar.htm )

Ágúst

Síðast breytt af Agust (10-01-2006 20:39:08)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#6 10-01-2006 19:53:48

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

Mér sýnist Ágúst vera búinn að skjóta þetta í kaf smile


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#7 27-01-2006 10:40:29

benedikt
Ciscotröll
Skráð: 28-02-2005
Póstar: 357

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

Það eru vísu vandamál með þetta, sérstaklega með sendistyrk...

en aðakostur við þetta er notkun spread-spectrum, eða DSSS. Þá verður hver með sitt t.d. SSID eða radíólykil. Móttakari-sendir finnur  "least congested" rás, þannig er úr söguni rásarmál - nema menn noti sömu SSID wink

En mjög cool concept - og á örugglega eftir að aukast. - gefur mikla möguleika, t.d. data til baka frá módelinu.


- benni


If you ain't crashing, you ain't trying !

Offline

#8 27-01-2006 15:02:26

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,175
Vefsíða

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

Ekki er verra að það var módel sem fann upp Spread Spectrum.

http://www.inventions.org/culture/female/lamarr.html

http://www.answers.com/topic/spread-spectrum

http://www.sss-mag.com/shistory.html

Auðvitað á ég ekki við flugmódel, heldur alvöru módel með ávölum og mjúkum línum.

"The first publically available patent on Spread Spectrum came from Hedy Lamarr, the Hollywood movie actress, and George Antheil, an avant gard composer. This patent was granted in 1942, but the details were a closely held military secret for many years. The inventors never realized a dime for their invention; they simply turned it over to the US Government for use in the war effort, and commercial use was delayed until after the patent had expired".

  1138374142.jpg

"Any girl can be glamorous," Hedy Lamarr once said. "All she has to do is stand still and look stupid." The film star belied her own apothegm by hiding a brilliant, inventive mind beneath her photogenic exterior. In 1942, at the height of her Hollywood career, she patented a frequency-switching system for torpedo guidance that was two decades ahead of its time.

http://www.google.is/search?hl=is&q=%22 … e+leit&lr=

Síðast breytt af Agust (27-01-2006 15:06:59)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#9 27-01-2006 21:31:35

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,351

Vegna: Framtíðin í fjarstýringum

She spread her.... uh.. spectrum hmm


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB