Þú ert ekki skráður inn.

#1 30-04-2013 01:04:44

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,618
Vefsíða

Stapinn - 29.apríl 2013

Eftir frækilegan könnunarleiðangur sem fékk mestu hetjur til að brynna músum þá var skundað út á Stapa í kvöld og hangið tamið!

Steini og Gústi skemmtu sér í hanginu, annars vegar með Kötuna og svo Síren frá Miklu Vélum. Áhugavert að sjá muninn á gamla og nýja tímanum, þó Síren sé ekki eftirlíking af full skala vél, þá var hún eins og sportbíll við hliðina á fólksbíl og sýnir glögglega muninn á nýja og gamla.

Áhugasamir geta séð fleiri myndir hér.

Flugtak!
IMG_6303samsett.jpg

Ekki slæmt!
IMG_6251.JPG

Katan er stórglæsileg!
IMG_6254.JPG

Samflug, sjá líka lengri samflugssyrpu í myndasafni.
IMG_6281.JPG

IMG_6312.JPG

Á leið til lendingar.
IMG_6297.JPG

Siren var ekki síðri!
IMG_6339.JPG

Keilir var á sínum stað.
IMG_6342.JPG

Horft yfir sundin blá!
IMG_6347.JPG

Horfðu til himins...
IMG_6349.JPG

Ég lét mína vél bara vera í bílnum!  wink
IMG_6241.JPG

Lengra vídeó dettur svo inn fljótlega.

Síðast breytt af Sverrir (30-04-2013 01:31:33)


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 30-04-2013 11:41:56

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,557
Vefsíða

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

Frábært! Það leynast greinilega víða ágætar aðstæður fyrir hangflug. Ekki er verra að fá svona sólarlagsbirtu og alles í kaupbæti smile

Offline

#3 30-04-2013 13:32:04

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,445
Vefsíða

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

Sverrir skrifaði:

Ég lét mína vél bara vera í bílnum!

Á að fara að sprauta?  Það fer að líða að Patró International og þú skoraðir á mig að vera tilbúinn með Baby þá og ætlaðir að vera með Ka3 þar líka!

Ekkert framsóknarbakk hér, Sverrir minn!

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#4 30-04-2013 13:51:00

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,618
Vefsíða

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

Jú, jú það fer að koma litur á hana en nú ert þú að leggja mér orð í munn minn kæri. Annars þekkirðu mottóið: Lofa engu, svík ekkert!  wink


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#5 30-04-2013 14:36:37

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,618
Vefsíða

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

1368575593_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#6 03-07-2013 18:23:16

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 642

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

Hvaða vindátt passar þarna og hvert fer maður?

Offline

#7 03-07-2013 18:51:03

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,618
Vefsíða

Vegna: Stapinn - 29.apríl 2013

Norðlægar áttir, Stapinn er nú ekki það stór, fínt að taka fyrstu mislægu gatnamótin eftir að komið er framhjá Grindavíkuafleggjara. Þér er líka velkomið að vera í sambandi við mig ef þú ætlar að fá þér bíltúr hingað á svæðið.  smile  Við getum líka boðið upp á sunnlægari áttir.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB