Þú ert ekki skráður inn.

#1 08-07-2014 21:05:02

Örn Ingólfsson
3D Kóngurinn
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 24-04-2012
Póstar: 288

3D Kóngurinn 2014

Sælir félagar nú fer að styttast í stóra daginn.

Keppni verður haldin 16. júlí á Hamranesflugvelli.
Ég vil minna menn á að skrá sig sem allra fyrst.
Skráning fer þannig fram að þú sendir mér línu og segir mér að þú viljir taka þátt.
Tölvupóst skal senda á orn@hljodx.is

Hér kemur svo dagskrá og útskýringar á keppninni.


18:30-19:30 Mæting keppanda og æfingaflug.
19:40 Allir í pitt við sínar vélar.
19:40-19:50 Tíma til þess að múta dómurum.
19:50 Setning 3D Kóngsins.
20:00 (Freestyle)
20:30 One Trick.
Þegar allir hafa lokið sínu prógrami þá hefur dómnefnd fimmtán mínútur til þess að ráða úrslitum.
21:00 úrslit kynnt.


Freestyle:
Hver keppandi gefur til kynna hvenær hans prógram byrjar og endar, þó að hámarki 3 mínútur.
Hver keppandi hefur 3 mínútur til umráða, eftir að vélin hefur verið sett í gang, til þess að koma sér út á braut og í loftið.
6 mínútur í heild.
það má ekki gangsetja sína vél fyrr en keppandinn á undan hefur lokið sínu prógrami.


One Trick:
Hver keppandi gefur til kynna hvenær hans prógram byrjar og endar, þó að hámarki 30 sekúndur.
Hver keppandi hefur 3 mínútur til umráða, eftir að vélin hefur verið sett í gang, til þess að koma sér út á braut og í loftið.
3 mínútur og 30 sekúndur í heild.
það má ekki gangsetja sína vél fyrr en keppandinn á undan hefur lokið sínu prógrami.


Hoover Drottningin 2014:
Það verður veitt sérstök viðurkenning fyrir það hoover sem dómnefndinni lýst best á.
Tekið verður mið af eftirfarandi:
Hæð frá jörðu.
Stöðugleiki vélarinnar.


Aðaldómari er:
Sverrir Gunnlaugsson og fer hann með alræðisvald.

Aðstoðardómara eru:
Jón V Pétursson
Einar Páll Einarsson


Ef það koma upp einhverja spurningar þá megið þið endilega hafa samband beint við mig.

Örn Ingólfson
Sími 8580962
orn@hljodx.is


Ég áskil mér þann rétt að fresta keppni hvenær sem er ef veður verður slæmt.

Síðast breytt af Örn Ingólfsson (08-07-2014 21:06:28)

Offline

#2 10-07-2014 18:43:35

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 650

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Til lukku með planið.  3D er ekki mitt, en hluti af sportinu.  Planið virðist flott. Ekkert gerist nema "einhver" drívi í hlutunum. Gangi ykkur vel!

Guðjón

Offline

#3 10-07-2014 23:04:05

Haraldur
Rafvæddur
Frá: Kópavogur
Skráð: 20-05-2005
Póstar: 1,583

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

gudjonh skrifaði:

Til lukku með planið.  3D er ekki mitt, en hluti af sportinu.  Planið virðist flott. Ekkert gerist nema "einhver" drívi í hlutunum. Gangi ykkur vel!

Guðjón

En þú kemur og horfa á ?

Offline

#4 11-07-2014 07:08:13

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,748

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Haraldur skrifaði:
gudjonh skrifaði:

Til lukku með planið.  3D er ekki mitt, en hluti af sportinu.  Planið virðist flott. Ekkert gerist nema "einhver" drívi í hlutunum. Gangi ykkur vel!

Guðjón

En þú kemur og horfa á ?

Hver á þá að taka þátt ef allir ætla að horfa á! ?
kv
MK

Offline

#5 11-07-2014 09:39:16

Haraldur
Rafvæddur
Frá: Kópavogur
Skráð: 20-05-2005
Póstar: 1,583

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

maggikri skrifaði:
Haraldur skrifaði:
gudjonh skrifaði:

Til lukku með planið.  3D er ekki mitt, en hluti af sportinu.  Planið virðist flott. Ekkert gerist nema "einhver" drívi í hlutunum. Gangi ykkur vel!

Guðjón

En þú kemur og horfa á ?

Hver á þá að taka þátt ef allir ætla að horfa á! ?
kv
MK

Maggi! Ekki snúa út úr.  Guðjón var að segja að hann væri ekki fyrir 3D og mun þar með ekki taka þátt. En hann ætti samt að koma og horfa á þá sem taka þátt og þannig skapa stemmingu.  :-)

Síðast breytt af Haraldur (11-07-2014 09:39:38)

Offline

#6 11-07-2014 10:28:58

Jónas J
Meðlimur
Frá: Hafnarfirði
Skráð: 21-07-2009
Póstar: 587

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Ég ætla að reyna að mæta (horfa á) smile


Í pásu :)

Kveðja Jónas J

Offline

#7 11-07-2014 10:57:27

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,353

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Klappliðið!  big_smile


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#8 11-07-2014 20:34:33

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 650

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Já, svokallað 3D er ekki mitt áhugamál. Ég kem ekki að horfa á. Endurtek: til lukku með planið og gangi ykkur vel!!
Guðjón

Offline

#9 14-07-2014 21:57:06

Jónas J
Meðlimur
Frá: Hafnarfirði
Skráð: 21-07-2009
Póstar: 587

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Lítur ágætlega út með veðrið (allavega samkvæmt Norsku) smile
1405375017_0.jpg


Í pásu :)

Kveðja Jónas J

Offline

#10 14-07-2014 23:39:11

Haraldur
Rafvæddur
Frá: Kópavogur
Skráð: 20-05-2005
Póstar: 1,583

Vegna: 3D Kóngurinn 2014

Og þetta var staðfest í veðurfréttum eftir 10 fréttir í kvöld.

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB