Þú ert ekki skráður inn.

#1 24-11-2017 16:19:30

Elson
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 28-02-2010
Póstar: 193

Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Kæri félagi

Desemberfundur Þyts verður haldinn miðvikudagskvöldið 6. desember í aðstöðu Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubakkaflugvelli klukkan 19:00.

Fundurinn verður með með svipuðu sniði og í fyrra, ætlunin er að vera með matarfund þar sem boðið verður upp á eitthvað góðgæti sem hirðkokkur Þyts (Gjaldkerinn) mun töfra fram.

Eins og áður sagði mun Bjarni gjaldkeri sjá um að elda ofaní okkur og er því ætlunin að byrja fundinn klukkutíma fyrr en venjulega, eða klukkan 19:00.

Til þess að hægt sé að framkvæma þetta vandræðalaust er nauðsynlegt að við fáum að vita hverjir ætla að mæta, verðinu fyrir máltíðina verður stillt í hóf eða aðeins 2000 krónur og eru drykkjarföng (malt og appelsín)ásamt kaffi eftir máltíðina með einhverju góðgæti innifalið í verðinu.

Ath !!! Þeir sem það kjósa geta keypt bjór á staðnum.

Þeir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig, annaðhvort hérna fyrir neðan eða senda póst á gjaldkeri@thytur.is og þarf skráning að hafa farið fram eigi síðar en sunnudaginn 3. desember, einnig er hægt að láta Bjarna gjaldkera vita í síma: 8479891.

Ath! Ekki verður posi á staðnum þannig að menn verða koma með reiðufé, eða semja við gjaldkera um aðrar greiðsluaðferðir.

Það er von okkar í stjórninni að menn taki vel í þetta og fjölmenni þannig að úr verði ánægjuleg kvöldstund.

Kveðja stjórnin


Bjarni Valur

Offline

#2 24-11-2017 16:28:24

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,306
Vefsíða

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Ég mæti!


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#3 28-11-2017 16:48:32

Eysteinn
Der Führer
Frá: Hafnarfirði / Þytur
Skráð: 10-01-2009
Póstar: 557
Vefsíða

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Ég kem smile


Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.

Offline

#4 28-11-2017 17:00:44

Elson
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 28-02-2010
Póstar: 193

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Ég mæti að sjálfsögðu.


Bjarni Valur

Offline

#5 28-11-2017 23:31:24

einarak
Meðlimur
Frá: Reykjavík/Þytur
Skráð: 07-11-2006
Póstar: 1,752

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Ég mæti!

Offline

#6 02-12-2017 09:37:11

Elson
Meðlimur
Frá: Reykjavík
Skráð: 28-02-2010
Póstar: 193

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Við minnum á að skráningarfrestur fyrir aðventufundinn rennur út á sunnudagskvöld. ( í síðasta lagi mánudagsmorguninn)

Viljum við endilega hvetja menn til að fjölmenna!!

Kveðja stjórnin


Bjarni Valur

Offline

#7 02-12-2017 20:45:29

arni
Stuðbolti
Skráð: 03-10-2012
Póstar: 215

Vegna: Aðventufundur Þyts verður miðvikudaginn 6. desember klukkan 19:00

Ég og Steini litli málari mætum.
                 Kveðja Árni F.

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB