Þú ert ekki skráður inn.

#1 07-06-2018 16:36:45

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,173
Vefsíða

Hve hátt...?

Í hugum flestra okkar er svokallaður  dróni eiginlega ekki sama og flugmódel eins og við fljúgum.  Um dróna gilda sérstakar reglur sem Samgöngustofa hefur sett af gefnu tilefni, en nánast sjálffljúgandi fjölþyrlur hafa orðið mjög vinsælar og valdið óskunda, enda oft flogið af ábyrgðarleysi af óvitum. Oft erlendum ferðamönnum sem eru að taka myndir.

https://www.samgongustofa.is/flug/fjars … or-dronar/

Í gær vaknaði meinlaus spurning í huga mér.  Hve hátt megum við (hálfgerðir fagmenn miðað við drónastýrimenn)  skjóta svifflugum okkar t.d. í hástarti? Mér skilst á netnu að í keppnum séu 200 metrar (600 fet) ekki óalgeng hæð.

Á vef Samgöngustofu stendur "Óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 120 metra hæð án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu".   

Mér finnst beinlínis dónalegt að kalla flugmódel okkar dróna svo að ég tel að þessi klausa eigi ekki við um okkar búnað.

---

Orðið er laust...


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#2 07-06-2018 17:18:01

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,597
Vefsíða

Vegna: Hve hátt...?

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá megum við ekki fara upp fyrir 120 metra frá jarðhæð skv. reglugerð um ómönnuð loftför sem við föllum nú undir. Þar áður var það skilgreining í loftferðareglugerð sem takmarkaði okkur í sömu hæð svo að því leyti hefur lítið breyst hjá okkur. En svo er hægt að sækja um leyfi fyrir meiri hæðum tímabundið og er þá gefið út NOTAM sem varar aðra loftfarendur við.

Hér áður fyrr var sérstök takmörkun í kringum Hamranes þar sem ekki mátti fljúga undir 1000 fetum í ákveðnum radíus út frá honum. Sú takmörkun er nú farin út, sennilega vegna nálægðar við byggð þar sem flugmenn skulu fljúga yfir 1000 fetum.

Menn ná sjálfsagt 200 metrum úti, með ný og öflug spil og sérstakar keppnisvélar en við með okkar gamla góða spil og samankurl af alls konar traustum flugjálkum komumst því miður ekki nálægt þeim hæðum. Hugsa að engin hafi náð 100+ metrunum úr starti í gær. Ég hef flogið minni vél með fjarmælingu upp í 120 metrana og hún er orðin þó nokkuð minni en hún nokkurn tíma varð í gær.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#3 07-06-2018 18:26:54

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,173
Vefsíða

Vegna: Hve hátt...?

Takk Sverrir.

Hæðin sem ég vitnaði til er fengin héðan:
https://www.rcgroups.com/forums/showthr … h-altitude


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

#4 08-06-2018 15:01:03

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,350

Vegna: Hve hátt...?

Svo verður að huga að þeim takmörkunum sem sjónskerpa flugmódelstjórnandans setur. Hún er í réttu hlutfalli við aldur, sem er eins og menn þekkja, nokkuð stór stærð og vaxandi smile


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB