Þú ert ekki skráður inn.

#1 06-08-2018 20:33:02

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,597
Vefsíða

Bleikisteinsháls - 6.ágúst 2018

Múgur og margmenni á Bleikisteinshálsi í dag! Steini, Árni, Siggi Bakari og Ingólfur komu í hangflug á norðurhliðinni. Þegar við mættum kl. 13 voru um 5-6 m/s og þokkalegar aðstæður en þegar svæðið var yfirgefið kl. 15 var farið að blása 11 m/s. Vindurinn var ekkert alltof skemmtilegur en þó lét maður sig hafa það.

Siggi mætti með „æskuástina“ til leiks og fór vel á með þeim... nei ég er ekki að tala um Ollu heldur sviffluguna sem er alveg stolið úr mér í augnablikinu hvað heitir!

Nýja svifflugsskrokknum á Respect var frumflogið, ekkert óvænt þar, og Ingólfur þreytti frumraun sína í hangi með Radian XL og líkaði bara mjög vel. Verður gaman að sjá til hans næstu misserin.

1533586859_3.jpg

1533586859_4.jpg

1533586859_5.jpg

1533586859_6.jpg

1533586859_7.jpg

1533586859_8.jpg

1533586859_9.jpg

1533586859_10.jpg

1533586859_11.jpg

1533586859_12.jpg

1533586859_0.jpg

1533586859_1.jpg

1533586859_2.jpg

1533586859_13.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 06-08-2018 21:01:35

INE
le Capitan
Frá: Grindavík
Skráð: 11-07-2009
Póstar: 342

Vegna: Bleikisteinsháls - 6.ágúst 2018

Mjög skemmtilegt - góður dagur !


Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ULTRA STICK/DA35 ELAN/P120SX ULTRA FLASH/P120SE

Offline

#3 06-08-2018 21:49:36

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,597
Vefsíða

Vegna: Bleikisteinsháls - 6.ágúst 2018


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#4 06-08-2018 21:53:33

arni
Stuðbolti
Skráð: 03-10-2012
Póstar: 230

Vegna: Bleikisteinsháls - 6.ágúst 2018

Til hamingju með frumflugið Sverrir.Takk fyrir góðann dag með góðum (flugfélugum). smile
                                           Kveðja Árni F.

Offline

#5 06-08-2018 23:26:52

Böðvar
Meðlimur
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 554

Vegna: Bleikisteinsháls - 6.ágúst 2018

Gaman gaman kæru félagar, takk fyrir SMS´ ið Sverrir um að þið væruð þarna, en því miður var ég upptekin heima, og Rafn hringdi í mig og lét mig vita að hann var að fara til ykkar í norðurhangið á Bleiksteinshálsi.

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB