Þú ert ekki skráður inn.

#1 07-08-2018 18:44:10

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,597
Vefsíða

Draugahlíðar - 7.ágúst 2018

Síðustu daga hefur langtímaspáin verið að lofa góðu veðri og stífri norðanátt í dag. Við Guðjón vorum búnir að ræða um að nýta tækifærið til flugs og aldrei þessu vant hefur veðurspáin bara staðist nokkuð þokkalega. Reyndar virðist tímasetningin á góða veðrinu hafa riðlast eitthvað til svo við rákust á stöku dropa og skýjað var en engin skortur á vindi þegar við vorum á svæðinu!

Vindurinn fór upp fyrir 16 m/s í mestu hviðunum en var í kringum 12-14 m/s þess á milli. Aðflugið til lendingar var rólegt og fínt, sem kom nokkuð á óvart við þessar aðstæður en gott að vita fyrir framtíðarferðir.

1533666464_5.jpg

Horft yfir norðurbrekkur Draugahlíða af hæsta hól, í fjarska má sjá Litlu kaffistofuna.
1533666464_0.jpg

Það þurfti að fergja græjurnar, þvílíkur var hamagangurinn.
1533666464_1.jpg

1533666464_2.jpg

1533666464_3.jpg

1533666464_4.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB