Þú ert ekki skráður inn.

#1 13-09-2018 07:49:06

Böðvar
Meðlimur
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 549

Hvaleyrarvatn - 12.september 2018

Vorum skamt frá Hamranesflugvelli, við Hvaleyrarvatn að prufua Kötuna  PBY-5A hans Sturlu Snorrasonar á vatni. Það gekk nú ekki allt eins og ráðgert var en mikið fjör og mikið gaman í kvöldblíðunni.

Síðast breytt af Sverrir (13-09-2018 18:39:26)

Offline

#2 15-09-2018 21:25:49

Böðvar
Meðlimur
Frá: Hafnarfjörður
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 549

Vegna: Hvaleyrarvatn - 12.september 2018

Loksins voru aðstæður upp á það allra bestu til að mynda Catalínu á vatni.

Mætti með kvikmyndagræjurnar, kameru á þrífæti og tvær smámyndavélar ásamt kvikmyndadrónanum og auka stereó hljóðnema.

Það sem átti að vera klukkutíma verk að mynda Kötu taka á loft af Hvaleyrarvatni og lenda, endaði með mörgum klukkutímum,  frá síðdegi og að sjá síðustu kvöldsólargeisla hverfa við sjóndeildarhringinn og framm í svarta myrkur.

Er þetta bara ekki orðið gott Sturla, eigum við ekki bara að koma okkur í háttinn.
1537045894_0.jpg 
1537045940_0.jpg 

Stundum getur reynt svolítið á þolinmæðina í þessu flugsporti okkar.

Offline

#3 15-09-2018 23:52:21

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,518

Vegna: Hvaleyrarvatn - 12.september 2018

Þessi er frá Stulla skilst mér.

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB