Þú ert ekki skráður inn.

#1 06-10-2018 17:33:05

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,169
Vefsíða

Bólgnar LiPo rafhlöður...

1538846007_0.jpg

Sjálfsagt kannast flestir við hvernig Lithium Polymer rafhlður eiga það til að bólgna með tímanum.   Hvers vegna þær gera það veit ég ekki, - eða visi það ekki.Ég á litla en frekar vandaða fjölþyrlu sem kallast DJI Mavic Air.  Tekur frábær videó og myndir. Í pakkanum voru 3 rafhlöður, hleðslutæki o.fl. góðgæti.  Rafhlöðurnar eru með innbyggðum spennumæli og einhverri skynsemi.  Fyrir nokkru tók ég eftir því að rafhlöðurnar voru allar aðeins volgar í töskunni, en ég hafði hlaðið þær allar rúmri viku áður. Nokkru síðar sá ég að aðeins 3 ljós af 4 á spennumælinum lýstu. Fjandans drasl, hugsaði ég og ætlaði að fara að kvarta.

Fyrir tilviljun rakst ég á umræður á netinu þar sem einhver frá DJI svaraði spurningum. Þar kom meðal annars fram, að hafi rafhlaða ekki verið notuð í 10 daga, og er með fulla hleðslu, fer sjálfvirk afhleðsla í gang og afhleður rafhlöðuna niður í 65% hleðslu.  Þ.e. niður í þá spennu sem best er að hafa á rafhlöðunni í langtímageymslu.

Skýringin sem fylgdi var sú, að þetta væri gert til að koma í veg fyrir að rafhlöðurnar bólgnuðu, því hætt væri við að þær gerðu það ef þær væru geymdar mjög lengi með fullri 100% hleðslu !

Jæja, ég hef oft geymt LiPo fullhlaðnar langtímum saman. Þær hafa líka bólgnað...

Ég var feginn að rekast á þessa skýringu og hætti við að kvarta yfir ónýtum rafhlöðum :-)


( Mavic Air lítur svona út:  https://www.dji.com/mavic-air ).


Sem sagt, ekki geyma LiPo rafhlöðurnar lengi með 100% hleðslu!

Síðast breytt af Agust (06-10-2018 18:32:14)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB