Þú ert ekki skráður inn.

#1 05-11-2018 21:02:03

Agust
Stórgrúskari
Skráð: 23-04-2004
Póstar: 3,169
Vefsíða

Módeflugmenn og radíóamatörar.

Ýmsir módelflugmenn eru einnig radíóamatörar, enda eru módelflug og amtörradíó óneitanlega dálítið skyld hobbý. Fjöldi módelfugmanna og radíóamatöra á Íslandi er mjög svipaður.

Radíóamatörar hafa lengi gefið út fréttablað og á þessu ári hafa 3 vegleg blöð komið út. Síðasta tölublaið er tæpar 60 blaðsíður. Fundir eru vikulega og stundum oftar. Á fundum eru oft fræðsluerindi, en yfirlit yfir fundi haustsins má sjá á öftustu síðu síðasta tölublaðs.

Hugsanlega hafi einhverjir módelflugmenn ánægju af því að gramsa í gömlum og nýjum blöðum.

Flestöll, eða kannski öll, blöðin sem komið hafa út frá upphafi má finna á þessari vefsíðu:

www.ira.is/cq-tf


Nokkrir radíóamatörar sem einnig hafa verið tengdir flugi (Gleymi örugglega einhverjum. Það má gjarnan minna mig á...):

Axel Sölvason
Ágúst H. Bjarnason
Benedikt Sveinsson
Björn Geir Leifsson
Einar Pálsson
Stefán Sæmundsson
Haraldur Þórðarson
Arngrímur Jóhannsson
...


Radíóamatörar voru meðal þeirra fyrstu sem fugu fjarstýrðum flugvélum. Sjá grein í Model Airplane News.

https://www.modelairplanenews.com/the-first-days-of-rc/


Módelflugvél flogið yfir Atlantshaf - mbl.is
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2003/ … tlantshaf/

Síðast breytt af Agust (06-11-2018 12:43:43)


Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB