Þú ert ekki skráður inn.

#1 13-03-2019 09:36:05

Guðjón
Meðlimur
Frá: Kópavogur / Þytur
Skráð: 05-06-2008
Póstar: 1,089

Rennilegur rennismiður?

Sælir herrar,

Sumir ykkar muna eflaust eftir 17 ára mér en kannski er 24 ára ég ekki eins þekktur. Ég fór nefnilega háskóla og stefni að því að læra flugvélaverkfræði í útlandinu. Ég mynnist þess þegar EPE sagði: "Þú munt detta út úr þessu í nokkur ár, finna þér kærustu, fara í háskóla en svo kemur bakterían aftur - hún kemur alltaf aftur!" Þessi kærasta kom og fór, ég fór í háskóla og nú er bakterían greinilega fjölónæm.

Nóg um það...en nema hvað!

Ég eignaðist rennibekk í gær (mont, mont) sem greinilega þarfnast smá alúðar. Bekkurinn er af gerðinni PROXXON PD 400 og á víst að vera nokkuð vandaður. Það var töluvert slag í ásum landsins en eftir notkunn fjölmargra sexkanta virðist það hafa slegið sitt síðasta. Verra var að eitt reimarhjólið í hraðastýringunni er skemmt og rífur rímina sem situr eftir í sári hjólsins. Það þarf sennilega að renna nýjar raufar fyrir reimina og þá renna út skemmdina í leiðinni.  Öllu verra er þó að slag virðist vera í patrónunni en ég vona að það sé bara lega eða fóðring.
     Ég hef mikinn áhuga á að koma þessum rennibekk í lag, enda þarf ég að renna spinner-felgur á Piper Cubinn sem ég næ vonandi að klára í sumar. Er einhver klár á rennibekki sem getur aðstoðað og ég get beint spurningum að? Ég er sérstaklega hrifinn af ráðum sem byrja á: "Það er eitt sem margir byrjendur klikka á og því vil ég nefna það strax..."

Ég hlakka til að læra að renna og mig vantar auðvitað einhver skemmtileg verkefni til þess að æfa mig. Ef þið hafið eitthvað sniðugt í huga eða teikningar af einhverju sem gæti nýst í módelsmíðnni, þá megið þið endilega pota því að mér!

1552469450_0.jpg 1552469450_1.jpg 

Bestu kveðjur!

P.s. Ekki misskilja og halda að ég hafi fengið bíladellu, ég fékk ekki bíladellu.


Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur

Offline

#2 13-03-2019 17:57:53

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,557
Vefsíða

Vegna: Rennilegur rennismiður?

Velkominn aftur - það er alltaf pláss fyrir fleiri Guðjóna í sportinu big_smile

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB