Þú ert ekki skráður inn.

#31 12-05-2019 22:01:26

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Ég er önnum kafinn þessa daga að setja festirörin í vængina.  Mér tókst að fara langt með efri vænginn um daginn.  Ég er ekki búinn að líma rörin í, en vængurinn virðist bara nokkuð stór þegar hann er settur svona saman:

1557698467_0.jpg 

Meira um þessa aðgerð seinna.

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#32 19-05-2019 08:38:35

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Enn í stélinu, og nú eru það stífurnar undir því.  Þær eru tvær og eru nokkuð efnismiklar vegna þess að það var ekki hægt að setja stífur eða bönd ofan frá.  Ég bjó til tiltar spangir úr stáli sem ég skrúfaði á stélflötinn og undir skrokkinn og svo sagaði ég niður 10x10 mm harðvið til að setja á milli þeirra:

1558254847_1.jpg

Síðan gerði ég raufar í harðviðar listana sem spangirnar gátu runnið í:

1558254847_0.jpg

Síðan voru stífurnar gróflega formaðar og að lokum límdar með tveggja þátta lími sem límir stál (JB Weld).

1558254847_2.jpg

Þetta ætti að halda.

cool

Síðast breytt af Gaui (19-05-2019 08:46:58)


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#33 19-05-2019 08:53:22

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: Smíðað í Flugsafninu: Avro 504K

Ýmislegt:

Álrörin komin í skrokkinn og efri vængmiðjuna.  Það er mikilvægt að fara varlega með svona þunn álrör og alls ekki þröngva þeim neitt sem þau vilja ekki fara.  Ef það er gert, þá bara bogna þau og örlítil sveigja kemur í veg fyrir að koltrefjarörin passi í.  Þú mátt spyrja mig hvernig ég veit þetta.

1558255684_0.jpg
1558255684_1.jpg

Nokkrir meðlimir Þristavinafélagsins komu til að gera Þristinn kláran.  Þeir ætla að fljúga honum suður til Reykjavíkur svo hann geti tekið á móti þristunum sem eru á leið til Englands og Frakklands á D-Day hátíðina.

1558255684_2.jpg

cool

Síðast breytt af Gaui (19-05-2019 09:04:55)


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB