Þú ert ekki skráður inn.

#1 19-05-2019 22:50:04

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,344

Prenta og fljúga

Nýjasta framleiðsluaðferðin, plastprentun

Hér er sjoppa þar sem hægt er að velja sér forskriftir að nokkuð margvíslegum flygildum:

https://3dlabprint.com/shop/f86asabre/

Það er freistandi að prófa eina. T.d. Cessna 152?

1558306114_0.jpg 

Hér er allt um hana:
https://3dlabprint.com/shop/cessna-152- … ort-plane/

Sýnishornið sem þarna sést er prentað með glæru plasti til að sýna innviðina.

Skyldi þetta vera framtíðin í ARF??


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#2 20-05-2019 08:58:41

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,433
Vefsíða

Vegna: Prenta og fljúga

Björn G Leifsson skrifaði:

Nýjasta framleiðsluaðferðin, plastprentun

Hvað er gaman við það?

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#3 20-05-2019 11:13:30

lulli
Fjallatröll
Frá: Þytur - FMS
Skráð: 01-12-2006
Póstar: 1,185

Vegna: Prenta og fljúga

Gaui skrifaði:
Björn G Leifsson skrifaði:

Nýjasta framleiðsluaðferðin, plastprentun

Hvað er gaman við það?

cool

Það er allt gaman við það, ef það flýgur vel og fallega


Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Offline

#4 21-05-2019 18:34:52

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,546
Vefsíða

Vegna: Prenta og fljúga

Búinn að tékka hvort þetta komist í prentarann... wink

Offline

#5 22-05-2019 23:38:39

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,344

Vegna: Prenta og fljúga

Árni H skrifaði:

Búinn að tékka hvort þetta komist í prentarann... wink

Að sjálfsögðu Árni! Hvernig heldur þú að maður borði fíl? Nú auðvitað einn bita í einu.
Sama prinsíp hér.

Ég gat auðvitað ekki látið þetta vera. Skellti þrjátíu dollurum í PayPal og hlóð niður hálfum öðrum helling af fælum.

Ef einhver skyldi vera forvitinn um þessa tækni þá er hér smá innsýn:

Það vill svo skemmtilega til að þeir sem búa þetta til nota (að sjálfsögðu) sama prentara og við eigum og láta með tilbúna prentfæla sem passa honum. Annars þyrfti maður helst að kaupa sérstakt Slicerforrit fyrir um $150 sem ræður við svona þunnveggja þrívíddarbyggingu. Slicer-forrit tekur 3D fælana og býr til prent-forskrift sem er kóði í tölum og bókstöfum sem segir prentaranum hvert hann á að fara næst, hversu hratt, hversu mikið á að gubba út á leiðinni og svo framvegis.

Það er verulega "trikkí" að prenta svona þunnar skeljar. Eftir nokkrar tilraunir virðist þetta vera farið að ganga:

Af ýmsum ástæðum þá prentast hvítt plast verr en aðrir litir þó frá sama framleiðanda sé. Klessist á stútinn og lekur til, sem gengur sérlega illa í svona prentverki. Það hefur sennilega að gera með litarefnið í plastinu? Þegar ég skipti í ljósgrátt "Electric Grey" frá öðrum framleiðanda þá hættu vandræðin. Ætli ég freistist ekki til að sprauta hana hvíta, jafnvel þó það kosti auka grömm?
Svo er gríðar mikilvægt að hafa góða viðloðun við prentbeðinn en það er kúnst út af fyrir sig. Þessi beður er klæddur með PEI plasti sem þarf að fituhreinsa af og til, en ekki of oft, með asetóni.

Þið sjáið að þetta er ekki bara plögg og plei, þetta fikt. En það er viss ánægja og svo sit ég og vinn í tölvunni að ýmsum verkefnum meðan maskínan malar við hliðina á mér.

Á myndinni fyrir neðan sést meðal annars að hitinn í bræðslustútnum er 230°, prentbeðurinn er hitaður upp í 56°. Hitastigin ráða heilmiklu um árangurinn og þarf stundum að prófa sig áfram þar sem nokkrar gráður geta skipt sköpum.
1558565401_0.jpg 
Þarna er liðin ein klukkustund og 47 mínútur og bara búin 17% af verkinu svo þið getið reiknað út hvað hver svona umferð tekur í tíma.
Hvert lag er 0,25mm þykkt og hærra stykkið sem þarna prentast eru 150 mm á hæð svo það þarf að leggja út 600 lög.

Hér sést hvernig prentarinn leggur út plastið.
1558567969_0.jpg 
Veggurinn á vængnum er bara einn þráður, 0,42mm að þykkt. Þess vegna er mikilvægt að fá góða samloðun á lögunum. Heilmikil pæling bak við það.

Nú eru eftir um sjö tímar af verkinu.
Vonandi verður ekki allt í klessu þegar ég vakna á morgun hmm


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#6 25-05-2019 22:56:59

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,546
Vefsíða

Vegna: Prenta og fljúga

Björn G Leifsson skrifaði:
Árni H skrifaði:

Búinn að tékka hvort þetta komist í prentarann... wink

Að sjálfsögðu Árni! Hvernig heldur þú að maður borði fíl? Nú auðvitað einn bita í einu.
Sama prinsíp hér. hmm

Ég átti sko við að ég stökk beint í prentarana hjá okkur og tékkaði á þessu. Það mun eitthvað koma út úr þeim við tækifæri... wink

Hvernig gengur hjá þér?

Offline

#7 26-05-2019 00:18:10

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,344

Vegna: Prenta og fljúga

Hvernig gengur hjá þér?

Ótrúlega vel, Eftir allmikla tilraunastarfsemi komst ég í fljúgandi[sic] gang og er búinn að prenta vinstri vænginn og miðhluta skrokksins smile  Nú þarf ég að fara að panta miera plast. Mynd frá í gær:
1558829859_0.jpg


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

#8 28-05-2019 17:04:29

Björn G Leifsson
WesserbisserDog
Frá: Rvík /Þytur FMS og etv fleiri
Skráð: 24-04-2004
Póstar: 3,344

Vegna: Prenta og fljúga

Ég átti sko við að ég stökk beint í prentarana hjá okkur og tékkaði á þessu. Það mun eitthvað koma út úr þeim við tækifæri... wink

Væri gaman að fylgjast með. Hvernig prentara eruð þið með?


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB