Þú ert ekki skráður inn.

#1 10-07-2019 00:41:59

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,682
Vefsíða

Arnarvöllur - 9.júlí 2019 - Hraðflugskeppni III

Þrír keppendur mættu til leiks á þriðja hraðflugsmóti sumarsins sem haldið var á Arnarvelli þriðjudagskvöldið 9. júlí. Mótið gekk hratt fyrir sig og engir spaðar fengu á baukinn að þessu sinni!

Jón vann þetta með fullu húsi stiga eftir að fjórar umferðir höfðu verið flognar og þeirri lökustu hent.

1. sæti - 3.000 stig - Jón V. Pétursson
2. sæti - 2.796 stig - Eysteinn H. Sigursteinsson
3. sæti - 2.744 stig - Lúðvík R. Sigurðsson

Óskum þeim til hamingju með góðan árangur.

Eins og sjá má var mjótt á munum í baráttunni um 2. sætið og má búast við hörkuspennandi keppni á næsta móti, en það er einmitt lokamót sumarsins og fer það fram þann 15. ágúst nk. á Hamranesi. Hvetjum við menn til að fjölmenna og fylgjast með en áhugasamir eru einnig hvattir til að taka þátt.

Þakka keppendum fyrir skemmtilega baráttu og sérstakir þakkir fá bjöllumennirnir Árni Finnboga og Steinþór Agnars.


B-hliðið
1562718414_1.jpg

A-hliðið
1562718414_2.jpg

Ég held að ALLIR hafi heyrt í bjöllukerfinu núna!  wink
1562718414_0.jpg

Áhorfendur fylgjast spenntir með gangi mála.
1562718414_3.jpg

Þessir lentu í efstu þrem sætunum, Jón, Eysteinn og Lúlli.
1562718414_4.jpg

Það var mikið spjallað fyrir, á meðan og eftir mót.
1562718414_5.jpg

Einnig var mikið flogið þar sem þetta er jú flugkvöld.
1562718414_6.jpg

1562718414_7.jpg

1562718662_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB