Þú ert ekki skráður inn.

#511 23-01-2019 16:47:33

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,451
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Skúrkarnir eru búnir að vra "duglegir" undanfarið og hér eru myndir því til sönnunar:

Vængstífur á TF-ÁST eru að sjá dagsins ljós, sem og hugsanleg klæðning á vængina: ál.
1548261750_0.jpg

1548261750_3.jpg

Mummi gerði skemmtilega hluti með smá krossvið, segulstál og rofann á El-Stikkó.
Svo málaði hann augun upp á nýtt:

1548261750_5.jpg

1548261750_1.jpg

Gamli skúrkur átti smá eftir af epoxýi og til að þurfa ekki að henda því málaði hann nefið á módelinu hans Árna.
1548261750_2.jpg

Árni er í önnum að klæða téð módel, en eitthvað virðast hæðarstýrin þvælast fyrir honum.
1548261750_4.jpg

Hér er kvikmynd sem lýsir því hvernig nýjar uppgötvanir eru gerðar:

cool

Síðast breytt af Gaui (23-01-2019 16:50:03)


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#512 06-03-2019 11:39:06

kip
Melafíkill
Frá: Laugar, Reykjadal
Skráð: 24-04-2006
Póstar: 786
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Sælir og blessaðir. Mikið er gaman að sjá þessar myndir og lesa textann. Var að dást af módelinu hans Árna. Eru bullumótorar tréspíra og bensín alveg úr sögunni í dag 2019? Er meiri hluti flugmódela orðin með rafmagnsmótorum? Hef verið frá sportinu í hvað 13 ár, hef sennilega misst aðeins úr smile


Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíða: www.kip.is | Sími: 650 5252
.. Er ekki á Facebook

Offline

#513 06-03-2019 17:45:27

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,651
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Bara pínku pons en nú er bara að bíta í skjaldarrendur og snúa fjórefldur til baka! smile


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#514 16-10-2019 21:32:05

Árni H
Meðlimur
Frá: Flugmódelfélag Akureyrar
Skráð: 07-10-2004
Póstar: 1,559
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Kominn tími á vídeó:

Svo er einn góður sem ég rakst á... big_smile

1571261375_0.jpg

Offline

#515 22-10-2019 22:25:01

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,451
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Það er nýtt raðsmíðaverkefni á stokkunum að Grísará.  Við völdum okkur flugvélar frá þrem mismunandi þjóðríkjum og pöntuðum smíðasett. 

1571783017_0.jpg
1571783017_1.jpg
1571783017_2.jpg

Það var skálað í guðaveigum fyrir upphafi nýs raðsmíðaverkefnis.
1571783017_3.jpg

Framtíðin er rósótt!

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#516 01-12-2019 12:52:54

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,451
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Framtíðin er komin.  Á meðan á biðinni stendur (aðventa = bið) ætlum við að setja saman þrjár þotur. 

Við erum byrjaðir.

Árni ætlar að setja saman Rúðsnenska Mig þotu
1575204043_0.jpg

Gaui smíðar Brandarískan Phantom
1575204043_1.jpg

Mummi gerir Breiskan Hunter
1575204043_2.jpg

Hluti fyrrverandi í Vofuna (ég gúglaði orðið "former")
1575204043_3.jpg

Árni gleymdi teikningunni heima sad
1575204043_4.jpg

Mummi byrjaður að taka efnið til
1575204043_5.jpg

Vofan að skríða saman: það er ekki mikið efni í þessu.
1575204043_6.jpg

Mummi skoðar leiðbeiningarnar
1575204043_7.jpg

Á meðan límir Gaui fyrstu líminguna
1575204043_8.jpg

Árni gleymdi teikningunni heima big_smile
1575204043_11.jpg

Ta-daaaa!
1575204043_12.jpg

Þessir listar voru ekki alveg löglegir
1575204043_13.jpg

svo ég varð að búa til nýja.
1575204043_14.jpg

Aðdáandinn kominn í Hönterinn (fan = aðdáandi skv. Gúgul)
1575204043_15.jpg

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#517 03-12-2019 22:52:21

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,451
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Smá leiðrétting: "aðventa" þýðir víst ekki "bið", heldur "koma", eins og kemur fram í kvikmyndinni Hopla på sengekanten:  "Já! já! já! ég er aðventa!"  Fylgjendur eru beðnir afsökunar á þessum ranga misskilningi.

Núna mundi Árni eftir teikningunni:

1575412928_0.jpg

Vofan er að skríða saman.  Skrokkurinn er tvöfaldur.
1575412928_1.jpg

Knýrörin eru gerð úr pastfilmu.  Hér er rörið hans Mumma.
1575412928_2.jpg

Mummi setur aðdáandann í skrokkinn
1575412928_3.jpg

Þetta lítur út eins og það ætli að virka
1575412928_4.jpg

Árni finnur þá hluta sem hann þarf að nota ...
1575412929_5.jpg

og límir ...
1575412929_6.jpg

á meðan Mummi kemur aðdáandanum og rörinu hans fyrir í skrokknum.
1575412929_7.jpg

Aðdáandinn hans Árna á að vera þarna.  Hann er fyrr á ferðinni en í Veiðimanninum og Vofunni.
1575412929_8.jpg

Árni gerir rauf fyrir rafmagnsvírana og Mummi fylgist með af áhuga.
1575412929_9.jpg

Veiðimaðurinn að verða tilbúinn undir klæðningu á skrokkinn.
1575412929_10.jpg

Skrokkurinn á vofunni að skríða saman: ömmur skrýtinn í laginu.
1575412929_11.jpg

Eftirlitshundurinn Freyja ekki sérlega ánægð með Miguna.
1575412929_12.jpg

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB