Þú ert ekki skráður inn.

#521 20-12-2019 21:27:06

gudjonh
Flakkari
Skráð: 27-02-2008
Póstar: 650

Vegna: Smíðað á Grísará

Bara eimgómt  "vesin"???

Offline

#522 30-12-2019 15:24:30

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,458
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Sunnudagurinn 29. desember er ekkert heilagur í almenu dagatali, en samt tókst Árna von Grünwasser ekki að komast til að smíða Miguna.  Mummi kom og við dúlluðum okkur smá ásamt tveim nýliðum.

Mummi fékk í hendurnar nýjasta eintak af RCM&E og notaði það til að hefla burt þann balsa sem ekki á að vera, en hann var búinn að líma á. 
1577719194_0.jpg

Gaui afakall reyndi að hefla niður nefið á Vofunni og á sama tíma hafa augun á tveim afaköllum sem vildu endilega hjálpa til. 
1577719194_1.jpg

Mummi notaði tækifærði og fletti Veiðimanninum upp á Internetinu.  Rétt skal vera rétt!
1577719194_2.jpg

Og nefið á Vofunni er um það bil að taka á sig rétta mynd.
1577719194_3.jpg

Gleðilegt komandi ár frá Grísará.

cool

Síðast breytt af Gaui (06-01-2020 15:19:52)


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#523 06-01-2020 15:31:36

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,458
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Það er komið árið 2020 og Mummi er farinn til heitu landanna.  Þess vegna var Árni einn með mér í skúrnum á sunnudaginn.

Vofan er farin að rúnnast út.
1578324084_0.jpg

Árni límir á það sem vantaði upp á hliðarnar á Migunni.
1578324084_1.jpg

Og fyrir galdra sekúndulíms gat hann heflað hliðarnar niður nánast umsvifalaust.
1578324084_2.jpg

Afturendinn er settur á Vofuna og stélkamburinn límdur saman.  Þessi módel eru ekki með hliðarstýri, svo ég þurfti ekki að gera ráð fyrir svoleiðis.
1578324084_3.jpg

Hérna stilltum við Migunni og Vofunni saman til að sjá muninn á þeim.  Vofan er greinilega lengri.
1578324084_4.jpg

Okkur langaði að hrekkja Mumma svolítið á meðan hann var að spóka sig á Tene, svo hausnum á Helmút var troðið ofan í Veiðimanninn.  Þegar myndataka var búin og við ætluðum að taka hann út aftur, þá reyndist hann fastur í.  Við látum hann bara sitja þarna og Mummi getur skorið eitthvað í burtu ef hann vill losna við hann.
1578324084_5.jpg

Árni jóðlar lími á Miguna þar sem toppurinn á að koma.  Téður toppur er gerður úr 5mm balsaplötu og þetta er góður ftaður fyrir gult tréím.
1578324084_6.jpg

Og hér er toppurinn kominn á.  Þar sem hann bognar í báðar áttir, þá er nóg að hafa eina klemmu á hvorum enda.
1578324084_7.jpg

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

#524 06-01-2020 19:00:25

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,681
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Glæsilegt!


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#525 08-01-2020 21:31:07

jons
Meðlimur
Frá: Akureyri / FMFA
Skráð: 01-09-2008
Póstar: 193
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Sko, bara kominn með flugmann! Sweet smile


Jón Stefánsson

Offline

#526 13-01-2020 20:37:49

Gaui
Timburhrellir
Frá: Eyjafirði - FMFA
Skráð: 28-11-2004
Póstar: 3,458
Vefsíða

Vegna: Smíðað á Grísará

Vofan tekur á sig mynd.  Hérna er afturendinn á henni tilbúinn fyrir stélfjaðrirnar
1578947516_0.jpg

Og þær líta svona út.  Stýrin eru svo lítil að lamirnar eru minna en hálfar CA lamir frá SLEC.
1578947516_1.jpg

Og hér eru stélflöturinn og stélkamburinn komin á.  Fráhallinn á stélfletinum er verulegur! 
1578947516_5.jpg

Næst er það vængurinn.  Ég þarf að líma þessa hluta saman og síðan hefla burtu allt sem ekki lítur út eins og vængur á Vofu.
1578947516_6.jpg

Það kom gestur í skúrinn.  Þorsteinn er líka að búa til Migu og hann fékk að sjá hvernig Árni gengur frá öllu dótinu í sína.
1578947516_2.jpg

Þeir komust að því að líkast til væri best að saga smá af einu skrokkrifinu til að koma rafhlöðunni fyrir.
1578947516_3.jpg

Það er fljótgert með góðri sög og handfræsara.
1578947516_4.jpg

cool


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB