Þú ert ekki skráður inn.

#1 19-12-2018 22:46:38

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,681
Vefsíða

Tímaritið Módelflug

Það var snemma á níunda áratugnum sem hópur flugmódelmanna tók sig til og vann að gerð bæklings, að eigin sögn en þetta eru 48 blaðsíður svo tímarit væri nær lagi og ég leyfi mér að nota það, sem fékk nafnið Módelflug. Þeir sem að þessu stóðu voru þeir Ásbjörn Björnsson, Ólafur Sverrisson, Stefán Sæmundsson, Einar P. Einarsson, Jón V. Pétursson og Guðjón Ólafsson.

Sannarlega stórhuga menn þar á ferð og gaman að þessu, efnið þarna á enn fullan rétt á sér og er fróðlegt að lesa í gegnum það. Spurning hvort við ættum að huga að nýrri uppfærði útgáfu svona í tilefni af tilvonandi 40 ára afmæli þessa blaðs!?

Mér barst nýlega eintak í hendurnar sem ég tók mig til og kom yfir í tölvutækt form en einnig má nálgast vefútgáfu sem Guðjón Ólafsson gerði aðgengilega fyrir nokkru síðan.

1545245156_0.jpg


Icelandic Volcano Yeti

Offline

#2 20-12-2018 08:15:24

stebbisam
Meðlimur
Skráð: 24-02-2018
Póstar: 91

Vegna: Tímaritið Módelflug

Merkilegt hvað efnið hefur staðist tímans tönn, flest ennþá í fullu gildi. Myndirnar rifja upp skemmtilegar minningar frá þessum tímum. Þökk sé ykkur Guðjón og Sverrir fyrir að koma þessu merkilega riti á nútímalegra form.


Barasta

Offline

#3 20-12-2018 09:55:12

maggikri
Formaður
Frá: Flugmódelfélag Suðurnesja
Skráð: 02-07-2005
Póstar: 4,749

Vegna: Tímaritið Módelflug

Flott tímarit. Svo sannarlega voru menn stórhuga þarna.  Ég er búinn að vera í þessu flugmódelsporti í hátt á þriðja áratug, en hef aldrei séð þetta blað fyrr en nú, eða man ekki eftir því.
kv
MK

Offline

#4 02-01-2020 19:03:40

Sverrir
Vefari
Frá: frettavefur.net
Skráð: 17-04-2004
Póstar: 12,681
Vefsíða

Vegna: Tímaritið Módelflug

1985 telur Landsbókasafnið á að sé útgáfuárið.


Icelandic Volcano Yeti

Offline

Borðfótur

Knúið af FluxBB