Stuttar Fréttir - Maí 2000


[Eldri fréttir]


17/05/2000
Mitsubishi framleiddi annað og meira en bíla á stríðsárunum.
Er Zero ein þekkasta vél Japana í WW2 dæmi um það.
En hvað kemur það módelum við???
Jú, Kyosho var að setja á markaðinn nýtt ARF kit eins og svo
oft áður og er það fyrir .46 mótor.
Mitsubishi Zero
    Zero


16/05/2000
Nú nýlega kom á markaðinn ný ARF listflugvél frá Kyosho kölluð
SenSation. Er hún ætluð fyrir .40 mótor. Ekki er komið á hreint
hvað hún á að kosta hér.
SenSation
    SenSation


16/05/2000
Kríumót - Úrslit
Þá eru úrslit Kríumótsins kominn á hreint!
Keppendur voru 8 og var röðin sem hér segir:
1. sæti. Rafn
2. sæti. Böðvar
3. sæti. Steinþór
4. sæti. Björgúlfur
5. sæti. Frímann
6. sæti. Guðjón
7. sæti. Þröstur
8. sæti. Hannes

12/05/2000
Kríumót
Á morgun á að halda fyrsta svifflugsmót ársins, Kríumótið,
á Höskuldarvöllum og verður keppt í nokkrum þáttum.
Hástarti (þ.e. með spili), hraðflugi (4 x 150m),
tímaflugi (reynt við 7 mín. + marklending).
Eins og staðan er núna er búist við 7-8 manns í keppni og verður
hún væntanlega geysihörð.
Skorað er á módelmenn og áhugasama að vera mættir um 10.30 á morgun.

10/05/2000
Nú eru mótaskrár Flugmódelfélags Suðurnesja og Þyts tilbúnar!
Þið getið nálgast þær hér að neðan.
Flugmódelfélag Suðurnesja
Þytur

08/05/2000
Á síðasta fundi hjá Þyt var rætt um hópferð módelmanna
á flugsýningu í Cosford í sumar.
Byrjað er að skrá niður í ferðina og eru ca. 8 búnir að skrá sig.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Björgúlfi í síma 899-5792.
Hér fyrir neðan eru tenglar á þá aðila sem sjá að mestu leyti um sýninguna.
LMA - Cosford
RAF - Cosford

06/05/2000
Þessa stundina er verið að leggja lokahöld á mótaskrár
flugmódelfélaganna og munum við vonandi birta þær
fljótlega eftir helgina.

04/05/2000
Nú var Top Flite að kynna P-47D í 1/5 skala.
Það er víst óhætt að segja að þessi vél sé nokkuð stór.
Vænghaf er 216 cm og skrokklengd er 191,7 cm.
Mótorinn sem þarf til að knýja þetta flykki er
2.1-2.8 cu in (34.5-45cc) glóðar eða 2.5-4.2 cu in (41-70cc) bensín.
Þyngd er á bilinu 9-10 kg.
Top Flite.

03/05/2000
Flest er nú til í Ameríku, en þetta er nokkuð sem íslenskir
módelmenn myndu örugglega vilja fá á dagskrá hjá íslensku
sjónvarpsstöðvunum!
R/C TV.

02/05/2000
Nú er komin nýr OS FS-91 II Surpass og á hann að vera hljóðlátari,
eyðsluminni og dæla minni drullu frá sér.
OS síðan.