Stuttar Fréttir - September 2000


[Eldri fréttir]


15/09/2000
Nú er Þröstur að safna pöntunum í nýja sendingu og eru menn hvattir
til að hafa samband sem fyrst og leggja inn pöntun á „lífsnauðsynlegum“
módelvörum!
Áhugasamir geta haft samband í tölvupósti eða síma: 555-1212/896-1191.

15/09/2000
Nú styttist í fyrsta fund vetrarins hjá Þyt en hann verður haldinn
fimmtudaginn 5.október næstkomandi.

12/09/2000
Settur hefur verið upp umræðuvefur á Netinu fyrir módelmenn.
Eru menn hvattir til að nýta sér hann.

12/09/2000
Haldin verður útsala á morgun hjá Þresti á módelvörum.
Þröstur verður á staðnum frá hádegi til klukkan 22:00
Þannig að allir ættu að komast.
Verslunin er að Hólshrauni 7 (bakvið Fjarðarkaup).

07/09/2000
Sælir félagar.

Ákveðið er að reyna við Íslandsmót í hangi á laugardaginn.
Mæting eins og venjulega í Litlu Kaffistofunni kl 10:00.
Best væri ef menn settu sig í samband við Frímann
og/eða Bjögga í eftirtalda síma:

Frímann: 585-6857/899-5052
Bjöggi: 899-5792


Að sjálfsögðu getur þetta breyst með stuttum fyrirvara,
þess vegna er nauðsynlegt að menn setji sig í samband
við okkur.

Bjöggi

----------------------------------------------------------------------------

Sælir félagar

Þar sem málið er mér nokkuð skilt,þá vil ég
vekja athygli á því að okkur vantar menn til að
starfa við mótið.
Félagar, þið sem aldrei hafið kynnst F3F(hangflugi)nú
er tækifærið.
Við ætlum að mæta í Litlu kaffistofuna í Svínahrauni
laugardaginn 09-09-2000 kl 10:00.
Þar ráðum við ráðum okkar yfir kaffibolla og ákveðum á
hvaða brekkubrún við höldum mótið.
"Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða."
Eins er það hjá okkur, vindurinn hefur mest um
það að segja hvar og hvort hægt er að halda hangmót.

Ég óska okkur flugmódelmönnum til hamingju með
nýja póstlistann.

Kveðja Hannes.


03/09/2000
Hér eru 2 flughermar sem gaman er að skoða.
Annar er frá Ripmax og heitir RCSimulator.
Hinn er frá fyrirtæki sem kallast Reflex.

    02/09/2000
Hér er vél frá Kyosho fyrir þá sem vilja skella sér
yfir í rafmagnsþotur.
Þeim sem hafa áhuga á að eignast svona grip er
bent á að hafa samband við Þröst.
LearJet""