Aluclad

Það var í desember sem ég leit við hjá Þresti að kaupa lím og nokkra smáhluti sem mig vantaði til að klára flugvélina mína. Þá benti Þröstur mér á þunna álfilmu frá Flair sem er kölluð Aluclad.
Ég sló til og keypti mér 2 stykki til að prófa.

Þetta er þunn álfilma (70 micron, minna en 0.003" á þykkt), fermetrinn vegur 133 gr. með lím á bakinu.
Hún kemur í 2 stærðum 305x640mm og 1000x640mm og ef ykkur vantar meira magn þá er hægt að
sérpanta það frá Flair.
Spurning hver verður fyrstur til að klæða módel með henni. Ég notaði hana á litlum Spitfire sem ég er að byggja til að sjá hvernig hún kemur út, en svo er ætluninn að nota hana á stærri vél á næstunni.

Það er mjög auðvelt að nota filmuna, hún er bara skorinn í rétta stærð, tekinn af hlífðarspjaldinu og sett á módelið.
Síðan er hægt að nudda yfir hana með sívölu áhaldi til að festa hana ennþá betur.

Ef myndirnar eru grannt skoðaðar kemur í ljós hvernig ég var að reyna að ná „veðruðu“ útliti á lúgurnar með því að rispa upp lakkið.

Kveðja
           Sverrir Gunnlaugsson